Streymiskirkjan, tónlist og hugleiðingar á aðventu

Kæru vinir

Þegar samkomubann ríkir vegna smithættu verðum við að finna nýjar leiðir til að njóta aðventunnar.

Við höfum kjörið tækifæri til að njóta þess mikla úrvals af íslensku efni sem streymt var frá kirkjum á Íslandi á fyrsta sunnudegi í aðventu. 

Við höfum kjörið tækifæri til að njóta þess mikla úrvals af íslensku efni sem streymt var frá kirkjum á Íslandi á fyrsta sunnudegi í aðventu.  Hér er vefslóð inn á heimasíðu Þjóðkirkjunnar og þar er að finna glugga sem sýnir okkur og leyfir okkur að njóta aðventuhátíða í yfir 50 kirkjum um land allt:

https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/11/30/Streymt-a-adventu/

Athugið að gluggarnir inn til kirknanna eru fyrir neðan fréttatextann!

Njótið vel!

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Aðventukveðja

Kæru vinir

Enn sem fyrr er samkomubann og því er ekki möguleiki á barnastarfi og aðventuhátíð um næstu helgi eins og fyrirhugað var.

Nú fer í hönd aðventa og undirbúningur jóla sem við hvert og eitt verðum að hugsa og skipuleggja öðruvísi en við erum vön. Það kann að skapa hindranir … en einnig gefa nýja spennandi möguleika þegar við þurfum að leita nýrra leiða í undirbúningi hátíðar.

Mikið er um að kirkjustarfið á Íslandi setji hluta af dagskrá sinni inn á netið og á aðventu munum við í þessum kirkjupósti benda á vefslóðir með góðu efni í aðdraganda jólahátíðar. 

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Á aðventu

  1. Í skammdegismyrkri 

þá skuggar lengjast

er skinið frá birtunni næst 

ber við himininn hæst.

2. Hans fótatak nálgast 

þú finnur blæinn 

af frelsarans helgiró – 

hann veitir þér vansælum fró.

3. Við dyrastaf hljóður 

hann dvelur – og sjá 

þá dagar í myrkum rann 

hann erindi á við hvern mann.

4. Þinn hugur kyrrist 

þitt hjarta skynjar

að hógværðin býr honum stað 

þar sest hann sjálfur að.

5. Og jólin verða 

í vitund þinni 

að vermandi kærleiks yl 

sem berðu bölheima til.

Höf. Steingerður Guðmundsdóttir

Við bíðum átekta með samkomuhald

Kæru vinir

Á þessum varhugaverðu tímum aflýsum við samkomuhaldi til að fyrirbyggja smit af völdum coronuveirunnar. Þess vegna verður ekki barnasamvera núna á laugardaginn 14/11. 

Í framhaldi af því munum við áfram fylgjast með leiðbeiningum yfirvalda.

Það er óljóst á þessari stundu hvort við getum haft samkomu á aðventu, en nánar auglýst er nær dregur.

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Brosmilda hornið 

# Allir íbúar jarðarinnar brosa á sama tungumáli.         Ók. höf

# Bros er ódýrasta fegrunarlyf sem fyrirfinnst.             Ók. höf

# Brosið er hvísl hlátursins.                                            Leo J Burke

# Bros kostar minna en rafmagn en ber meiri birtu.     Skoskt máltæki

# Bros er ljós í andlitsglugganum sem sýnir að hjartað er heima.      Henry Ward Beecher

# Deild gleði er tvöföld gleði, deild sorg er hálf sorg.                         Sænskt máltæki

# Ánægjan er okkar besta eign.                                     William Shakespeare

Opið hús og helgistund á sunnudag kl. 14 í Gautaborg

Um helgina var ráðgerð guðsþjónusta hjá okkur. Í stað þess að aflýsa viljum við breyta til og prófa okkur áfram með óformlega samkomu sem tekur tillit til sóttvarnarreglna.

Verið velkomin á opið hús og íslenska helgistund í safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju sunnudaginn 8. nóv. kl. 14 til 15.

Tónlist flutt, textar og ljóð til íhugunar, hver og ein/n getur skrifað bæn, kveikt á kerti … hægt er að koma og fara eða setjast eftir því sem hver vill.

Lisa Fröberg leikur á píanóið og prestur er Ágúst Einarsson. 

Kaffi á könnunni á sama tíma.

Opna húsið er í Stóra salnum í safnaðarheimilinu vegna þess að viðgerð fer fram í kirkjunni. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hreinlæti og fjarlægð milli einstaklinga. 

Verið velkomin!

Spaka hornið    Bænir:

Góði Guð, í dag hef ég ekki talað illa um neinn, ég hef ekki misst móðinn.

Ég hef ekki verið geðstirð/ur, viðskotaill/ur eða sjálfselsk/ur.

En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu og frá þeirri stund þarf ég talsverða hjálp frá þér.  Amen    (Kristina Raftel)

Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, 

kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin)

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku og helgihald á aðventu er nær dregur. 

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se