Íslensk guðsþjónusta sunnudaginn 22. maí

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 22. maí kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Ferming, fermdur verður Þór Elí Guðfinnsson. Sigurlaug Sól Guðfinnsdóttir leikur á þverflautu. Altarisganga. Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Kosningaskrifstofa vegna forsetakosninga á Íslandi verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju sunnudaginn 22. maí kl. 12.00 til 13.30 og 15.30 til 16.30 (fyrir og eftir guðsþjónustu). Umsjón hefur Christina Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg.

Verið velkomin!

Annað framundan:

Föst. 17. júní kl. 17  Þjóðhátíð. Hátíðardagskrá nánar auglýst síðar.

Kosningaskrifstofa vegna forsetakosninga á Íslandi verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju föstudaginn 17. júní kl. 13 til 17. Umsjón hefur Christina Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg.