Íslenskar jólaguðsþjónustur í Lundi og Gautaborg

Jólahelgistund á Þorláksmessu í Lundi

Jólasamvera verður í S:t Hans kirkju í Norra Fäladen á Þorláksmessu fim. 23. des. kl. 17.00

Hugleiðum boðskap jólahátíðar í tali og tónum á helgistund með allri fjölskyldunni.  

Anna Stefánsdóttir leikur á píanó. Hildur Ylfa og Katrín Una Jónsdætur leika á víólur. Helga og Embla Ásgeirsdætur syngja. Ola Paulsson leikur á saxófón. Örn Arason leikur á gítar. Prestur er Ágúst Einarsson. Verið velkomin!

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag í Gautaborg

Jólaguðsþjónusta verður lau. 25. desember kl. 14.00 í Västra Frölundakirkju

Íslenski kórinn í Gautaborg leiðir söng. Herbjörn Þórðarson syngur einsöng, Erik Mattisson leikur á trompet og organisti er Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson. Verið velkomin!

Barnasamvera í Lundi

Íslenskur kirkjuskóli verður í Maria Magdalenakirkjunni laugardaginn 11 desember kl. 10.

Ólafur Jón Magnússon og Kristín Rut Ragnardóttir annast barnastarfið. Söngur, biblíusögur, bænir, leikir og brúðuleikhús verður á dagskrá. Núna verður kirkjuskóli í jólalegri kantinum! Við bjóðum upp á glögg, djús, kaffi og piparkökur og auðvitað skemmtilega samveru.

Staðsetning: Flygelvägen 1, 224 72 Lund

Kontaktupplýsingar. https://www.facebook.com/groups/1785699808359692

Sími: 076-100 41 03 / Netfang: olafurjon.magnusson@svenskakyrkan.se

Verið velkomin!