Guðsþjónusta sun. 23. okt. kl. 11.00 í Þýsku kirkjunni í Brunnsparken

Guðsþjónusta sunnudaginn 23 október í Þýsku kirkjunni (við Brunnsparken) kl. 11.00 (athugið tímasetninguna) með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg. Ólík tungumál kristallast í þessari guðsþjónustu. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Haga-Christinaekören syngur. Christoph Gamer predikar. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Næsta barna- og fjölskyldusamvera er ráðgerð laugardaginn 12. nóvember kl. 11.00.  Nánar auglýst síðar.

Íslenski kórinn í Gautaborg æfir alla mánudaga kl. 18.30 í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. 

Áhugasamir hafi samband við Ingibjörgu Gísladóttur s. 070 563 86 05.

Spaka hornið:

Hugleiðing eftir Lars Björklund

Hvað er mannveran?

Textabrot með óþekktum táknum.

Vindur

án stefnu

ílát án botns

Án árangurs 

hef ég spurt.

Án árangurs 

hef ég leitað.

Nú stendur eftir 

bara ég 

gefandi eftir 

eins og takmörk alheimsins.

 Hugleiðing eftir Birger Norman

Við erum, heimurinn er

Eitthvað er til. Kraftaverk?

Afneita að Guð sé til?

Gerðu það ef þú heldur 

að það hjálpi.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. 

Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Barnastarf lau 15. okt. kl. 11 í Gautaborg

Sæl verið þið! 

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 15. október kl. 11.00

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. 

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Sameiginleg guðsþjónusta verður með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg sunnudaginn 23 október í Þýsku kirkjunni (við Brunnsparken) kl. 11.00.  

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Nánar auglýst síðar.

Íslenski kórinn í Gautaborg æfir alla mánudaga kl. 18.30 í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. 

Áhugasamir hafi samband við Ingibjörg Gísladóttur s. 070 563 86 05.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. 

Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62. Margt lítið gerir eitt stórt.