Aðalfundur kirkjustarfsins 21 júní í Gautaborg

Aðalfundur kirkjustarfsins verðurmánudaginn 21. júní kl. 18.00 í safnaðarheimili Västra Frölundakirkjuí Gautaborg. Venjuleg aðalfundarstörf. 

Við hittumst loksins og bjóðum upp á léttan kvöldverð í tengslum við fundinn.

Allir eru velkomnir engott er að vita af þátttöku(með því að svara þessum pósti eða hringja í símanúmer hér að neðan),en einnig er í lagi að bara mæta.

Verið velkomin

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins. Í sóknarnefnd eru núna; Birna, Guðni, Rósa, Halla, Björn og Einar.  Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla kirkjulega og menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.

Samstarf á landsvísu í Svíþjóð

Sóknarnefndarfólk er búsett í Gautaborg og nágrenni. En við óskum eftir samstarfsaðilum sem búsettir eru á öðrum stöðum í Svíþjóð. Við biðjum áhugasama að hafa samband við okkur. Við viljum athuga möguleika á barna- og fjölskyldustarfi og annarri menningarstarfsemi víða um land.

Velkomið að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969eða kirkjan@telia.com

eða Birnu formann s. 0702453717eða birna@islendingafelag.com

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

17 júní hátíðahöld og aðalfundur kirkjustarfsins 21 júní

Þjóðhátíðardagurinn

17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Útihátíð verður fimmtudaginn 17. júní kl. 17 (ath tímasetningu) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju

Útlit er fyrir mjög gott veður. Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu, en athugið að þessu sinni verðum við ekki með grillaðstöðu og er það vegna smitvarna. 

Á dagskrá: Félagar úr Íslenska kórnum í Gautaborg leiða almennan söngFjallkonan kemur uppábúin og flytur ljóð, Christina ræðismaður flytur ávarp. Leikir og kátína í fögru umhverfi.  

Sölubíll frá Grimsisverður á staðnum og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Gott er að panta fyrirfram í síma 0733 289462 eða á info@grimsis.se

Nánari upplýsingar á www.grimsis.se

Listasýning: Í anddyri safnaðarheimilis verður listasýning. Kíba Guðnadóttir nemandi í listadeild lýðháskólans í Liljeholmen sýnir list sína.

Verið velkomin!

Aðalfundur kirkjustarfsins verðurmánudaginn 21. júní kl. 18.00 í safnaðarheimili V.Frölundakirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Við hittumst í safnaðarheimilinu og bjóðum upp á léttan kvöldverð í tenglsum við fundinn.

Allir eru velkomnir engott er að vita af þátttökuvegna matarinnkaupa (með því að svara þessum pósti eða hringja í símanúmer hér að neðan).

Verið velkomin

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á ofangreindum aðalfundi kirkjustarfsins. Í sóknarnefnd eru núna; Birna, Guðni, Rósa, Halla, Björn og Einar.  Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla kirkjulega og menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina. Áhugasamir mega hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se