Barnastarf, guðsþjónusta og hausttónleikar helgina 21. til 22. okt.

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 21. okt. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Guðsþjónusta sunnudaginn 22 október í Þýsku kirkjunni (við Brunnsparken) kl. 11.00 (athugið tímsetninguna) með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg. Ólík tungumál kristallast í þessari guðsþjónustu. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: „Smávinir fagrir“ Jón Nordak/Jónas Hallgrímsson og „Hjá lygnri móðu“ Jón Ásgeirsson/Halldór Laxness.  Haga-Christinaekören syngur. Ágúst Einarsson predikar. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Haustkonsert sunnudaginn 22. október kl. 18.00 í Västra Frölunda kirkju með þátttöku Íslenska kórsins í Gautaborg undir stjórn Daniels Ralphssonar.

Välkomna till en konsert i Västra Frölunda kyrka, i höstens tecken, där du bland annat kommer att få höra Pie Jesu av Andrew Lloyd Webber, Stad i ljus av Py Bäckman och sjunga med i Tove Janssons Höstvisa. Fri entré!

Medverkande:
Isländska kören och Frölunda kyrkokör
Wulfson Quartet

Helena Sjöstrand Svenn, sopransolist
Thomas Jönsson, bassolist
Daniel Ralphsson, tenorsolist och körledare
Maria Lindqvist Renman, organist och körledare

Sjá: https://www.facebook.com/events/343420594803974/

Dagskráin framundan:

11. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili

25. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

10. des. Annar sun. í aðventu kl. 14. Aðventuhátíð með fjölbreyttri aðventudagskrá.

26. des. Annar jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.

Bestu kveðjur, Ágúst