Kæru vinir,
Á þessum undarlegu og varhugaverðu tímum höfum við virt leiðbeiningar yfirvalda til að fyrirbyggja frekara smit af völdum coronaveiru. Þess vegna hefur barnastarfi, kórastarfi og guðsþjónustum verið aflýst í apríl og maímánuði.
Í framhaldi af því munum við áfram fylgja leiðbeiningum yfirvalda hvað varðar samkomur og mannamót.
Við veltum fyrir okkur hvort möguleiki sé á guðsþjónustu í júnímánuði og hvort möguleiki sé á hefðbundnum hátíðahöldum í tengslum við þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Það er óljóst á þessari stundu en nánar auglýst er nær dregur og ef af verður.
Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum.
Með kærleikskveðju,
Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.