Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Aðventuhátíð sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00 í Västra Frölunda kirkju.Fjölbreytt aðventudagskrá.
Tónar aðventu í máli og söng. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg, Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Hljómsveit Ingvars og Júlíusar syngur. Sigurlaug Sól Guðfinnsdóttir leikur á þverflautu. Guðbjörg Jóna Guðnadóttir syngur. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Kirkjukaffi.
Verið velkomin!
# Aðrar guðsþjónustur framundan:
Jóladag 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Västra Frölunda kirkju.