Barnastarf á laugardag og Aðventuhátíð á sunnudag í Gautaborg

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Aðventuhátíð sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00 í Västra Frölunda kirkju.Fjölbreytt aðventudagskrá.

Tónar aðventu í máli og söng. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg, Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Hljómsveit Ingvars og Júlíusar syngur.  Sigurlaug Sól Guðfinnsdóttir leikur á þverflautu. Guðbjörg Jóna Guðnadóttir syngur. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Kirkjukaffi.

Verið velkomin!

 

# Aðrar guðsþjónustur framundan:

Jóladag 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Västra Frölunda kirkju.

Barnastarf í Gautaborg lau. 12. nóvember

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

# Guðsþjónustur framundan:

Sunnudaginn 27. nóvember: Aðventuhátíð í V-Frölunda kl. 14. Tónar aðventu, kórsöngur, einsöngur, hljómsveit, hljóðfæraleikur…

Jóladag 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.

# Kirkjuskóli og fjölskyldusamverur verða einnig:

Laugardaginn 26 nóvember kl. 11.00

Spurning

  • Hvaða orð er 4 stafir og aldrei of oft sagt? TAKK!

Trúin er eins og logandi kerti

  • Einn kirkjufeðranna sagði trúna vera eins og logandi kerti sem þú heldur á þar sem þú stendur í flæðarmálinu. Yfir þér skína stjörnurnar.  Ljósið þitt litla lýsir ekki upp úthafið. Þú veist og skynjar návist þess. Þú stendur í veiku skini kertaljóssins þíns og það nægir þér rétt til að stíga lítið skref. En þú þarft ekki meir en að stíga eitt skref í senn til að ganga tíu þúsund mílur. Ef þú bælst á kertið verður allt dimmt. Þess vegna skalltu varast að slökkva litla trúarlogann þinn. Svo mikill munur er á litlum loga og engum. Frá sjónarmiði myrkursins er jafnvel lítið ljós kraftaverk.

(M.Lönnebo)

Bestu kveðjur,  Ágúst