Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur

Fermingarfræðsla í Svíþjóð – haustið 2017

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur stendur yfir. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá skráningarblað sent til baka.

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum og auk þess notum við skype-samtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 6.-8. okt. 2017. Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi. Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Þangað koma einnig unglingar frá Danmörku. Við búumst við rúmlega 30 unglingum á mótið og um 7 fullorðnir sem hafa umsjón með hópnum.

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Einnig er boðið upp á skype-kennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, helgina 4 – 6. maí 2018. Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða heima á Íslandi.

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig sem fyrst eða fyrir 1. september. Vinsamlega hafið samband á kirkjan@telia.com og einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

 

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

 

Smáauglýsing

Íbúð eða herbergi óskast til leigu

 

Ég heiti Tryggvi Kaspersen og er 27 ára gamall verkfræðinemi sem er að leita að húsnæði í Gautaborg á meðan ég er í 2 ára meistaranámi í háskólanum Chalmers.

Þetta húsnæði mætti annaðhvort vera íbúð eða herbergi, gæti byrjað að leigja seinnihluta ágúst eða í síðasta lagi 28. ágúst.

Er reiðubúinn að leigja með öðrum ef það stendur til boða.

Símanúmerið mitt er +3546259779 og veffangið er tryggvi.kaspersen@gmail.com

Bestu kveðjur; Tryggvi

 

Spaka hornið

 

# Gættu hugsana þinna, þær verða að orðum. Gættu orða þinna, þau koma fram í verkum þínum. Gættu verka þinna, þau móta skapgerð þína. Gættu skapgerðar þinnar því hún ræður örlögum þínum. ( Ók höf.)

# Menntunin hefst við foreldrakné og hvert orð sem talað er í áheyrn lítilla barna á sinn þátt í að móta skapgerð þeirra. (Hosea Ballou)

# Það er ekkert virðingarvert að vera betri en aðrir. En það er aftur á móti hrósvert að vera betri en maður var sjálfur áður. (Máltæki hindúa)

 

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi.

Sími 070 286 39 69. Netfang: kirkjan@telia.com Heimasíða: www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Þjóðhátíðardagurinn

  1. júní hátíðahöld í Gautaborg

Útihátíð verður laugardaginn 17. júní kl. 12 (ath tímasetningu) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.

Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin.  Útlit er fyrir mjög gott veður.

Á dagskrá: Almennur söngur, Ingvar og Júlli spila og syngja, almennur söngur, fjallkonan flytur ljóð … og leikir og kátína í fögru umhverfi.

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! (… eða til að taka með heim og grilla). Val er um kótilettur, lærissneiðar eða lundir. Öruggast er að panta fyrirfram í síma 0733 28 94 61 eða á info@grimsis.se i síðasta lagi daginn áður.

Verið velkomin!

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi.

Sími 070 286 39 69. Netfang: kirkjan@telia.com Heimasíða: www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.