Barnastarf og söngsamvera laugardaginn 25. nóv.

Barna- og fjölskyldusamveru í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25 nóvember kl. 11.00.  Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn bakatil í safnaðarheimilið, skilti vísar veginn. Verið velkomin!

Söngstund með Kristínu Pálsdóttur á sama stað lau 25 nóv. kl. 12.00.  Jólalög æfð fyrir aðventuhátíð, farið í leiki og fleira. Verið velkomin!

Á döfinni:

Aðventuhátíðin verður 2 í aðventu, sunnudaginn 10 desember kl. 14.00 í V-Frölundakirkju.

Fjölbreytt aðventudagskrá.  Nánar auglýst síðar.

Barnasamvera, söngstund og fermingarfræðsla á laugardag 11/11 í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 11. nóv. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

Barnasöngstund með Kristínu Pálsdóttur á sama stað lau. 11. nóv. kl. 12.00. Jólalög sungin og æfð fyrir aðventuhátíð, farið í leiki og fleira. 

Fræðslustund með unglingum í fermingarfræðslu verður í safnaðarheimilinu efri hæð, lau. 11. nóv. 13.00

Bestu kveðjur, Ágúst