17 júní hátíðahöld í Gautaborg

Þjóðhátíðardagurinn

  1. júní hátíðahöld í Gautaborg

Útihátíð verður föstudaginn 17. júní kl. 17 á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.

Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin.

Á dagskrá: Almennur söngur, Ingvar og Júlli spila og syngja, almennur söngur, fjallkonan flytur ljóð, Christina Nilroth ræðismaður flytur ávarp … og leikir og kátína í fögru umhverfi.

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! (… eða til að taka með heim og grilla). Val er um kótilettur, lærissneiðar eða lundir. Öruggast er að panta fyrirfram í síma 0733 28 94 61 eða á info@grimsis.se i síðasta lagi að morgni 17. júní.

Verið velkomin!

Kjörstaður vegna forsetakosninga á Íslandi verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju sama dag 17. júní í kl. 13 til 17. Umsjón hefur Christina Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Íslensk guðsþjónusta sunnudaginn 22. maí

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 22. maí kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Ferming, fermdur verður Þór Elí Guðfinnsson. Sigurlaug Sól Guðfinnsdóttir leikur á þverflautu. Altarisganga. Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Kosningaskrifstofa vegna forsetakosninga á Íslandi verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju sunnudaginn 22. maí kl. 12.00 til 13.30 og 15.30 til 16.30 (fyrir og eftir guðsþjónustu). Umsjón hefur Christina Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg.

Verið velkomin!

Annað framundan:

Föst. 17. júní kl. 17  Þjóðhátíð. Hátíðardagskrá nánar auglýst síðar.

Kosningaskrifstofa vegna forsetakosninga á Íslandi verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju föstudaginn 17. júní kl. 13 til 17. Umsjón hefur Christina Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf og guðsþjónusta 9 og 10 apríl

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 9. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Erik Mattisson leikur á trompet. Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Estrid Brekkan sendiherra Íslands í Svíþjóð er gestur okkar og flytur ávarp.

Fermingarfræðsla í safnaðarheimilinu frá kl. 12 til 13 sama dag.

Verið velkomin!

Annað framundan:

Sun. 22. maí kl. 14  Fermingarguðsþjónusta

Föst. 17. júní kl. 17  Þjóðhátíð

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment