Fermingarfræðsla í Svíþjóð, skráning stendur yfir

Íslensk fermingarfræðsla í Svíþjóð – haustið 2019

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur stendur yfir. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá skráningarblað sent til baka.

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum og auk þess notum við skype-samtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 4.- 6. okt. 2019. Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi. Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Þangað koma einnig unglingar frá Danmörku og Noregi. Við búumst við rúmlega 50 unglingum á mótið og um 15 fullorðnir verða með til að  hafa umsjón með hópnum.

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Einnig er boðið upp á skype-kennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, helgina 8 – 10. maí 2020. Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi.

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig sem fyrst eða fyrir 15. september. Vinsamlega hafið samband á kirkjan@telia.com og einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

 

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

P.s. Hér er auglýsing sem ég var beðinn að koma á framfæri:

Íbúð eða herbergi óskast til leigu

Ég heiti Sævar ÓIi Valdimarsson og ég er að flytja til Svíþjóðar í haust til að hefja masters nám í tölvunarfræði við Chalmers. Ég er því að leita að íbúð eða herbergi í Gautaborg eða nágrenni sem ég get leigt. Námið mun taka 2 ár og langtíma leiga út þann tíma væri best. En ég líka til í styttri leigu (nokkra mánuði) sem ég get notað til að finna langtímalausn á húsnæðismálum.

Leigan sem er ég að spá í er kringum 5000-6500 sek á mánuði en ég tilbúinn að ræða frekar.

Ég reyki ekki.

 

Smá um mig

Ég 22 ára og kem frá Skagafirði. Síðastliðið árið hef ég verið að vinna til að fá reynslu af vinnumarkaðinum og til að fá hlé frá náminu.

Ég eyði mest af frítíma mínum í lestur en af og til fer ég í göngutúra eða æfi að teikna.

 

Tölvupóstur: sabbisun@gmail.com

Farsími: 00354-894-8194

—-

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Þjóðhátíðardagurinn

  1. júní hátíðahöld í Gautaborg

Útihátíð verður mánudaginn 17. júní kl. 17 (ath tímasetningu) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.

Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin.  Útlit er fyrir mjög gott veður.

Á dagskrá: Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg.  Almennur söngur, Ingvar og Júlli spila og syngja, fjallkonan flytur ljóð, Christina ræðismaður flytur ávarp … og leikir og kátína í fögru umhverfi.

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti.

Verið velkomin!

Hæ, hó og jibbí jei!

Þjóðhátíðarnefndin

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Fermingarguðsþjónusta á hvítasunnudag 9 júní kl. 14

Hátíðarguðsþjónusta í V. Frölundakirkju í Gautaborg á hvítasunnudag 9 júní kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Fermd verður Guðbjörg Jóna Guðnadóttir. Kirkjukaffi. Prestur sr. Ágúst Einarsson.

 Framundan:

Þjóðhátíðardagurinn 17 júní kl. 17.00Hátíðardagskrá, útihátíð, fjallkona, ávarp, kórsöngur og almennur söngur, grill, gleði og gaman! … á lóðinni fyrir framan safnaðarheimili V. Frölundakirkju.

Nánar auglýst í næstu viku.

 

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf og guðsþjónusta 27 og 28 apríl

Sæl öll

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 27. apríl kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju

sunnudaginn 28. apríl kl. 14.00

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik annast Tony Sjöström. Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Spaka hornið

Leyndardómur lífsins er:

  1. … stjörnuhimininn óendanlegi,
  2. … þegar þú horfir djúpt í augu barnsins þíns eða annarrar persónu sem þú elskar.
  3. … og allt þar á milli.

Mikilvægt í lífinu er – barnslegt hugarfar, undrun og eftirvænting!

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið framundan á vormisseri:

10 til 12 maíFermingarmót á Ah stiftgard

Sun. 9 júní  Guðsþjónusta kl. 14.  Hvítasunnudagur, ferming

Þjóðhátíðardagurinn 17 júní kl. 17.00Hátíðardagskrá, útihátíð, fjallkona, ávarp, kórsöngur og almennur söngur, gleði og gaman!

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf og kórtónleikar í Gautaborg laugardaginn 6 apríl

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 6. apríl kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

 

Stórtónleikar íslenskra kóra í útlöndum í Þýsku kirkunni í Gautaborg laugardaginn 6 apríl kl. 16.30.

13 kórar og 220 söngraddir, sjá nánar á facebook:

https://www.facebook.com/events/601745710250110/

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf 23 mars og sænsk-íslensk guðsþjónusta 24 mars

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 23. mars kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk-sænsk guðsþjónusta,sameiginleg guðsþjónusta með V-Frölunda söfnuði, verður sunnudaginn 24. mars kl. 11.00 (ath. tímasetninguna).Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Frölunda Mótettukór syngur undir stjórn Mariu Lindkvist Renman. Prestar eru Maria Lund og Ágúst Einarsson.   —Kirkjukaffi.  Verið velkomin!

 

Til umhugsunar     – Hamingja

Hamingjan hefur tilfinningalega hlið sem birtist í gleði og góðu skapi.

Hamingjan ristir líka dýpra og beinist að almennri vellíðan og farsæld.

Hvað er hamingja?

Það er lífsviðhorf sem maður tileinkar sér. Hamingjan er hliðarávinningur þegar við svörum í verki spurningunni: Hvað gefur lífi mínu gildi?

Hvernig verður maður hamingjusamur?

Með því að gera það sem er á manns valdi til að lifa innihaldsríku og ánægjulegu lífi.

Með því að endurnýja góðan vilja sinn daglega til að takast á við nýjan dag með nýjum verkefnum og nýjum hugsunum.

Með því að minnka streitu og vera til staðar í núinu.

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið framundan á vormisseri:

Lau. 6 apríl   Kirkjuskóli

Lau. 27 aprílKirkjuskóli

Sun. 28 apríl Guðsþjónusta kl. 14.  Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng.

10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard

Sun. 9 júní    Guðsþjónusta kl. 14.  Hvítasunnudagur, ferming

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf laugardaginn 9 mars

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 9. mars kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Spaka hornið

„Taktu þér tíma til að hlæja, hlátur er tónlist sálarinnar.“  Gömul ensk speki

„Hin gullna regla góðrar hegðunar er gagnkvæmt umburðarlyndi, með vísan til þess að við sjáum ætíð sannleikann í brotum – og frá mismunandi sjónarhóli.“  Mahatma Gandhi (1869-1948)

„Þær stundir sem hugur okkar er fanginn af fegurð lífsins eru hinar einu sem við lifum til fulls.“  Richard Jefferies (1848-1887)

„A relaxed mind is a creative mind“

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið á vormisseri:

Lau. 23 mars Kirkjuskóli

Sun. 24 mars Guðsþjónusta með V Frölunda kl. 11 (athugið tímasetninguna kl. 11)

Lau. 6 apríl   Kirkjuskóli

Lau. 27 aprílKirkjuskóli

Sun. 28 apríl Guðsþjónusta kl. 14.  Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng.

10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard

Sun. 9 júní    Guðsþjónusta kl. 14.  Hvítasunnudagur, ferming

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf, guðsþjónusta og aðalfundur

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Börnin fá bók og mynd til að líma inn í hvert skipti sem komið er.  Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju  sunnudaginn 24. febrúar kl. 14.00

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Aðalfundur kirkjustarfsinser einnig eftir guðsþjónustu, venjuleg aðalfundarstörf.

Verið velkomin!

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 24. febr. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Spaka hornið

„Morgundagurinn er það mikilvægasta í lífinu. Hann kemur til okkar á miðnætti tandurhreinn. Hann er fullkominn og felur sig okkur á vald. Hann vonar að við höfum lært eitthvað af gærdeginum.“  John Wayne (1907-1979)

„Við erum það sem við þykjumst vera, svo við verðum að vanda okkur við það sem við þykjumst vera.“  Kurt Vonnegut

„Viska vekur aldrei eftirtekt því hún felst í reglu og rósemd, friði og spekt…“ Eliphas Levi

„Byrjaðu á að gera það sem er nauðsynlegt, síðan það sem er mögulegt og allt í einu geturðu gert hið ómögulelga.“  St. Francis of Assisi (1181-1226)

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið áfram á vormisseri:

Lau. 9 mars   Kirkjuskóli

Lau. 23 mars Kirkjuskóli

Sun. 24 mars Guðsþjónusta með V Frölunda

Lau. 6 apríl   Kirkjuskóli

Lau. 27 aprílKirkjuskóli

Sun. 28 apríl Guðsþjónusta

10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard

Lau 8. Júní    Ferming í Lundi

Sun. 9 júní    Guðsþjónusta Hvítasunnudagur, ferming

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarfið lau 2 febrúar kl. 11.00

Sæl öll

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Börnin fá bók og mynd til að líma inn í hvert skipti sem komið er.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

 

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 24. febr. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

 

 

Spaka hornið

Markvisst eintal til að temja sér jákvæðan hugsunarhátt og efla sjálfstraust gæti litið út svona:

„Það er engin önnur/annar eins og ég

Ég vildi ekki vera nein önnur/neinn annar en ég sjálf/ur

Ég hef hæfileika og marga jákvæða eiginleika. Suma hef ég ekki einu sinni uppgötvað ennþá.

Mér þykir vænt um sjálfa/n mig eins og ég er. Samt vinn ég að því að bæta mig og ég finn árangur á hverjum degi

Ég hef mikið að gefa öðrum

Ég er þakklát/ur fyrir að vera lifandi og fyrir allt það sem lífið hefur upp á að bjóða

Ég legg mitt af mörkum til að gera lífið ánægjulegra fyrir aðra

Ég læt ekki bugast þótt á móti blási

Ég get gert vel þegar ég legg mig fram

Dagurinn í dag verður ánægjulegur.“

Úr bókinni „Leggðu rækt við sjálfan þig“ eftir Önnu Valdimarsdóttur.

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið á vormisseri:

Lau. 23 febr.Kirkjuskóli

Sun. 24 febr. Guðsþjónusta, aðalfundur

Lau. 9 mars   Kirkjuskóli

Lau. 23 mars Kirkjuskóli

Sun. 24 mars Guðsþjónusta með V Frölunda

Lau. 6 apríl   Kirkjuskóli

Lau. 27 aprílKirkjuskóli

Sun. 28 apríl Guðsþjónusta

10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard

Lau 8. Júní    Ferming í Lundi

Sun. 9 júní    Guðsþjónusta Hvítasunnudagur, ferming

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Íslenskt barnastarf lau. 19. jan. og guðsþjónusta sun. 20. jan.

Sæl öll

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 19. janúar kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Börnin fá bók og mynd til að líma inn í hvert skipti sem komið er.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju

sunnudaginn 20. janúar kl. 14.00

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið á vormisseri:

Lau. 2 febr.   Kirkjuskóli

Lau. 23 febr.Kirkjuskóli

Sun. 24 febr. Guðsþjónusta, aðalfundur

Lau. 9 mars   Kirkjuskóli

Lau. 23 mars Kirkjuskóli

Sun. 24 mars Guðsþjónusta með V Frölunda

Lau. 6 apríl   Kirkjuskóli

Lau. 27 aprílKirkjuskóli

Sun. 28 apríl Guðsþjónusta

10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard

Lau 8. Júní    Ferming í Lundi

Sun. 9 júní    Guðsþjónusta Hvítasunnudagur, ferming

Posted in Óflokkað | Leave a comment