Íslensk guðsþjónusta sunnudaginn 22. maí

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 22. maí kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Ferming, fermdur verður Þór Elí Guðfinnsson. Sigurlaug Sól Guðfinnsdóttir leikur á þverflautu. Altarisganga. Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Kosningaskrifstofa vegna forsetakosninga á Íslandi verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju sunnudaginn 22. maí kl. 12.00 til 13.30 og 15.30 til 16.30 (fyrir og eftir guðsþjónustu). Umsjón hefur Christina Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg.

Verið velkomin!

Annað framundan:

Föst. 17. júní kl. 17  Þjóðhátíð. Hátíðardagskrá nánar auglýst síðar.

Kosningaskrifstofa vegna forsetakosninga á Íslandi verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju föstudaginn 17. júní kl. 13 til 17. Umsjón hefur Christina Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf og guðsþjónusta 9 og 10 apríl

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 9. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Erik Mattisson leikur á trompet. Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Estrid Brekkan sendiherra Íslands í Svíþjóð er gestur okkar og flytur ávarp.

Fermingarfræðsla í safnaðarheimilinu frá kl. 12 til 13 sama dag.

Verið velkomin!

Annað framundan:

Sun. 22. maí kl. 14  Fermingarguðsþjónusta

Föst. 17. júní kl. 17  Þjóðhátíð

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Fjölskyldusamvera lau 19 mars kl. 11.00 í Gautaborg

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 19. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Áætluð dagskrá íslenska kirkjustarfsins á vormisseri 2016:

Barnastarfið laugardaga kl. 11.00

Lau. 9 apríl …

Guðsþjónustur sunnudagana:

Sun. 10. apríl kl. 14  

Herbjörn Þórðarson syngur einsöng.

Estrid Brekkan sendiherra Íslands í Svíþjóð kemur í heimsókn.

Sun. 22. maí kl. 14  

Fermingarguðsþjónusta

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf í Gautaborg laugardaginn 5 mars

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 5. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Áætluð dagskrá íslenska kirkjustarfsins á vormisseri 2016:

Barnastarfið laugardaga kl. 11.00

Lau. 19 mars, lau. 9 apríl …

Guðsþjónustur sunnudagana:

Sun. 13. mars kl. 11 (sameiginleg með V-Frölunda söfnuði) Íslenski kórinn syngur undir stjórn Lisu Fröberg. Ingvar og Júlíus syngja.

Sun. 10. apríl kl. 14

Sun. 22. maí kl. 14 (ferming)

 

Spaka hornið:

“Dagurinn í dag er tveggja morgundaga virði, geymdu aldrei til morguns það sem þú getur gert í dag.”   Benjamin Franklin (1706-1790)

“Vandamálin eru tækifæri í vinnufötum”  Henry J Kaiser (1882-1967)

“Hafiðu einhverja galla, hikaðu þá ekki við að yfirgefa þá.” Konfúsíus (551-478 f Kr.)

“Syngjum á leiðinni, þá verður leiðin ekki eins löng og leiðinleg.” Virgil (70-19 f Kr.)

Bestu kveðjur,  Ágúst

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Íslensk guðsþjónusta á sunnudag í Gautaborg

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 28. febrúar kl. 14.00. Mozartþema í tónlistinni. Sigurlaug Sól leikur á þverflautu. Lana syngur einsöng. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Barnastund, smábarnahorn. Altarisganga.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Fermingarfræðsla í safnaðarheimilinu frá kl. 11.30 til 13.00 sama dag.

Áætluð dagskrá íslenska kirkjustarfsins á vormisseri 2016:

Barnastarfið laugardaga kl. 11.00

Lau. 6 febrúar, lau. 5. mars, lau. 19 mars, lau. 9 apríl …

Guðsþjónustur sunnudagana:

Sun. 13. mars kl. 11 (sameiginleg með V-Frölunda söfnuði) Íslenski kórinn syngur undir stjórn Lisu Fröberg. Ingvar og Júlíus syngja.

Sun. 10. apríl kl. 14

Sun. 22. maí kl. 14 (ferming)

 

Spaka hornið:

“Í dögun verður öllum lífið ljúft sem líta upp og anda nógu djúpt.” Davíð Stefánsson

“Á erfiðum stundum skaltu alltaf varðveita eitthvað fagurt í huga þínum.” Pascal

“Segjum ekki allt sem við hugsum, en hugsum allt sem við segjum.”

“Í ljósi hverfulleika lífsins eru allir dagar mikilvægir.”

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Íslensk guðsþjónusta í Gautaborg sun 24. jan. kl. 14.00

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 24. janúar kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu ásamt aðalsafnaðarfundi.

Fermingarfræðsla í safnaðarheimilinu frá kl. 11.30 til 13.00 sama dag.

 

Áætluð dagskrá íslenska kirkjustarfsins á vormisseri 2016:

Barnastarfið laugardaga kl. 11.00

Lau. 6 febrúar, lau. 5. mars, lau. 19 mars, lau. 9 apríl …

Guðsþjónustur sunnudagana:

Sun. 28. febr. kl. 14

Sun. 13. mars kl. 11 (sameiginleg með V-Frölunda söfnuði)

Sun. 10. apríl kl. 14

Sun. 22. maí kl. 14 (ferming)

 

Spaka hornið:

Sporin í sandinum

Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð

með Drottni háum tindi á

og horfði yfir lífs mín leið,

hann lét mig hvert mitt fótspor sjá.

 

Þau blöstu við, þá brosti hann

„mitt barn“ hann mælti, „sérðu þar?

Ég gekk með þér og gætti þín

í gleði og sorg ég hjá þér var.“

 

Þá sá ég fótspor frelsarans

svo fast við mín á langri braut.

Nú gat ég séð hvað var mín vörn

í voða, freistni, raun og þraut.

 

En annað sá ég síðan brátt:

Á sumum stöðum blasti við

að sporin voru aðeins ein.

Gekk enginn þá við mína hlið?

 

Hann las minn hug, hann leit til mín

og lét mig horfa í augu sér:

„Þá varstu sjúkur blessað barn,

þar bar ég þig á herðum mér.“

(Sigurbjörn Einarsson)

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Fjölskyldusamvera á laugardag og dagskrá vormisseris

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 16. janúar kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Áætluð dagskrá íslenska kirkjustarfsins á vormisseri 2016:

Barnastarfið laugardaga kl. 11.00

Lau. 6 febrúar, lau. 5. mars, lau. 19 mars, lau. 9 apríl …

Guðsþjónustur sunnudaga:

Sun. 24. jan. kl. 14

Sun. 28. febr. kl. 14

Sun. 13. mars kl. 11 (sameiginleg með V-Frölunda söfnuði)

Sun. 10. apríl kl. 14

Sun. 22. maí kl. 14 (ferming)

 

Spaka hornið:

„Það mikilvæga gleymist létt þegar allt flýtur áfram í önnum hversdagsins. Þegar við stöndum frammi fyrir alvöru lífsins skerpist athyglin á því sem raunverulega skiptir máli.“

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Íslensk hátíðarguðsþjónusta á jóladag í Gautaborg

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. des. kl. 14.00 í Västra Frölundakirkju. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg. Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Prestur sr. Ágúst Einarsson.

Jólaskemmtun barnanna í safnaðarheimili V-Frölundakirkju.

Jólaballið verður á þrettándanum  miðv. 6. jan. kl. 14.00

Dansað í kringum jólatréð, íslensku jólalögin sungin og hressir íslenskir jólasveinar koma í heimsókn. Pálínuboð – þátttakendur koma með veitingar á sameiginlegt borð. Kaffi og safi á staðnum.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnasamvera á laugardag og aðventuhátíð á sunnudag 1 sd í aðventu

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Aðventuhátíð sunnudaginn 29. nóvember kl. 14.00 í Västra Frölunda kirkju. Fjölbreytt aðventudagskrá.

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg, Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Ingvar og Júlíus flytja tónlist. Berglind, Guðlaug Sunna og Jóhanna syngja. Sigurlaug Sól Guðfinnsdóttir leikur á þverflautu. Orgelleik annast Lisa Fröberg.

Verið velkomin!

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera á laugardag

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Spaka hornið

„Þegar þú hefur lært að taka rétta ákvörðun í litlum málum, lætur heiðarleikann og kærleikann ráða, þá munu stóru ákvarðanirnar í lífi þínu ekki vefjast fyrir þér.“

„Erfiðir tímar þurfa ekki að vera niðurdrepandi ef þú lítur á þá sem nýja byrjun í lífi þínu.“

„Reyndu að eiga hlutdeild í lausninni en ekki vandamálinu.“

Posted in Óflokkað | Leave a comment