Á nýju ári, kveðja frá Íslensku kirkjunni í Svíþjóð

Kæru vinir

Gleðilegt nýtt ár!

Við horfum á móti hækkandi sól og bjartari tíma í mörgu tilliti.

Enn um sinn þurfum við að passa upp á þær reglur sem samfélagið og við sjálf höfum sett okkur til að forðast smit. 

Nú er bara að halda út þar til allt verður betra.

Hér viljum við benda á íslenskt kirkjulegt efni sem hægt er að nálgast með tölvusamskiptum:

Sunnudagaskólastarfi er víða streymt á netinu sbr t d frá Vídalínskirkju í Garðabæ:

Sunnudagaskólahátíð, hin ýmsu leikrit fyrir barnafjölskyldur og í ár er það leikhópurinn Vídalínurnar sem gleðja okkur. Góða skemmtun.

Útvarpsguðsþjónustur eru hvern sunnudag og guðsþjónustu dagsins er að finna á:

https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2021-01-17/5137978

Kirkjan á Íslandi hefur gert 4 þætti þar sem umhverfismál eru rædd:  Sjá:   Hlaðvarpsþættir kirkjunnar   Græna stúdíóið  –  umhverfismálin frá ýmsum hliðum. 1 þáttur:  Í þættinum ræðir fjölmiðlamaðurinn Einar Karl Haraldsson við sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Halldór Reynisson og sr. Hildi Björku Hörpudóttur

https://kirkjan.is/thjonusta/kirkjuvarpid/

Spaka hornið   Áramót eru tímamót og þá verður mörgum hugsað til hins stóra samhengis hlutanna, hér er texti sem vekur til umhugsunar:

Á stjarnfræðilega mælikvarða er jörðin mjög lítið geimskip. Minnist þess að hún er aðeins þrettán þúsund kílómetrar í þvermá, svo hún hefur aldrei verið annað en lítill punktur í vetrarbraut okkar. Og í alheiminum eru milljónir vetrarbrauta. Þrátt fyrir það hefur þessi litli punktur haft milljarða manna sem farþega á geimferð sinni um sólu í meira en tvær milljónir ára. Eftir öllu að dæma mun hún gera það enn um milljónir ára, njóti hún aðeins sólargeisla til viðhalds sér og endurnýjunar lífsins „umborð“.

Gætum við frá upphafi gert börnum okkar ljóst að jörðin sé geimskip munu þau fullorðin ef til vill vera fær um að umgangast hvert annað í hugsun og hegðun eins og góðri skipshöfn sæmir.     Höf. Sidney Harris, sjá nánar um hann:  http://www.sciencecartoonsplus.com/index.php

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Gleðileg jól og helgihald

Jólin heim í stofu – sjónvarpsguðsþjónustur á Íslandi

Kæru vinir

Á helgri hátíð sendum við ykkur bestu óskir um gleðileg jól!

Mörg söknum við þess að geta ekki tekið þátt í jólaguðsþjónustu þessi jól, hittast í helgidóminum, heyra jólaboðskapinn og syngja jólasálma saman.

En sá góði möguleiki er fyrir hendi að sjá og heyra og vera með í helgihaldi þar sem sjónvarpað hefur verið á Íslandi.

Hér eru vefslóðir inn á sjónvarpsguðsþjónustur á RUV. 

Fyrsta vefslóðin leiðir okkur inn á sjónvarp frá Jóladagsmessu í Háteigskirkju í Reykjavík:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/joladagsmessa/31283/9aaq1h

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir predikar. Prestar Helga Soffía Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhannsson. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti Guðný Einarsdóttir

Einnig er hér sjónvarp frá Grafarvogskirkju á 4. Sd. í aðventu: 

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/adventumessa/31275/9a8btk

Prestar: Guðrún Karls Helgudóttir ásamt öðrum prestum kirkjunnar, Félagar úr barna og unglingakór syngja. Vox populi og Kór Grafarvogskirkju syngur, Organisti og stjórnendur: Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Sigríður S. Hafliðadóttir Tómas Guðni Eggertsson

Loks er hér sjónvarp frá Miðnæturmessu í Fríkirkjunni í Reykjavík:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/midnaeturmessa-i-frikirkjunni-vid-tjornina/31318/9alfr1

Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari halda hátíðlega miðnæturtónleika ásamt strengjasveit í Fríkirkjunni í tilefni af 120 ára afmæli kirkjunnar. Séra Hjörtur Magni flytur hugvekju.

Með hækkandi sól megum við eiga von á bjartari tímum á öllum sviðum og dýrmætast verður trúlega að geta hist á ný. Það sem áður þótti sjálfsagt er vöntun á og tilhlökkunarefni þegar úr rætist. Nú er bara að halda út í að fara varlega og samtímis reyna að halda nánu sambandi þrátt fyrir fjarlægðir og takmarkanir. 

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Aðventan heim í stofu

Kæru vinir

Á ný minnum við á úrval af íslensku efni sem streymt er frá kirkjum á Íslandi á aðventu, sjá: www.kirkjan.is

Einnig eru sjónvarpsguðsþjónustur fleiri en áður vegna takmarkana sem eru á því að safnast saman.

Hér er vefslóð inn á sjónvarpsguðsþjónusturnar á RUV það sem af er aðventu:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/adventumessa/31275/9a8btj

Vefslóðin leiðir okkur inn á sjónvarp frá:

Seljakirkju á 3. sunnudegi í aðventu. 

Prestar: Ólafur J. Borgþórsson og Bryndís Malla Elídóttir, Kór Seljakirkju syngur, Organisti: Tómas Guðni Eggertsson

Neskirkju á 2. sunnudegi í aðventu. 

Prestar: Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Kór Neskirkju syngur, Organisti: Steingrímur Þórhallsson.

Hallgrímskirkju á 1. sunnudegi í aðventu. 

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, Prestar, Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskardóttir. Kammerkórinn Schola Cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Streymiskirkjan, tónlist og hugleiðingar á aðventu

Kæru vinir

Þegar samkomubann ríkir vegna smithættu verðum við að finna nýjar leiðir til að njóta aðventunnar.

Við höfum kjörið tækifæri til að njóta þess mikla úrvals af íslensku efni sem streymt var frá kirkjum á Íslandi á fyrsta sunnudegi í aðventu. 

Við höfum kjörið tækifæri til að njóta þess mikla úrvals af íslensku efni sem streymt var frá kirkjum á Íslandi á fyrsta sunnudegi í aðventu.  Hér er vefslóð inn á heimasíðu Þjóðkirkjunnar og þar er að finna glugga sem sýnir okkur og leyfir okkur að njóta aðventuhátíða í yfir 50 kirkjum um land allt:

https://kirkjan.is/frettir/frett/2020/11/30/Streymt-a-adventu/

Athugið að gluggarnir inn til kirknanna eru fyrir neðan fréttatextann!

Njótið vel!

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Aðventukveðja

Kæru vinir

Enn sem fyrr er samkomubann og því er ekki möguleiki á barnastarfi og aðventuhátíð um næstu helgi eins og fyrirhugað var.

Nú fer í hönd aðventa og undirbúningur jóla sem við hvert og eitt verðum að hugsa og skipuleggja öðruvísi en við erum vön. Það kann að skapa hindranir … en einnig gefa nýja spennandi möguleika þegar við þurfum að leita nýrra leiða í undirbúningi hátíðar.

Mikið er um að kirkjustarfið á Íslandi setji hluta af dagskrá sinni inn á netið og á aðventu munum við í þessum kirkjupósti benda á vefslóðir með góðu efni í aðdraganda jólahátíðar. 

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Á aðventu

  1. Í skammdegismyrkri 

þá skuggar lengjast

er skinið frá birtunni næst 

ber við himininn hæst.

2. Hans fótatak nálgast 

þú finnur blæinn 

af frelsarans helgiró – 

hann veitir þér vansælum fró.

3. Við dyrastaf hljóður 

hann dvelur – og sjá 

þá dagar í myrkum rann 

hann erindi á við hvern mann.

4. Þinn hugur kyrrist 

þitt hjarta skynjar

að hógværðin býr honum stað 

þar sest hann sjálfur að.

5. Og jólin verða 

í vitund þinni 

að vermandi kærleiks yl 

sem berðu bölheima til.

Höf. Steingerður Guðmundsdóttir

Við bíðum átekta með samkomuhald

Kæru vinir

Á þessum varhugaverðu tímum aflýsum við samkomuhaldi til að fyrirbyggja smit af völdum coronuveirunnar. Þess vegna verður ekki barnasamvera núna á laugardaginn 14/11. 

Í framhaldi af því munum við áfram fylgjast með leiðbeiningum yfirvalda.

Það er óljóst á þessari stundu hvort við getum haft samkomu á aðventu, en nánar auglýst er nær dregur.

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Brosmilda hornið 

# Allir íbúar jarðarinnar brosa á sama tungumáli.         Ók. höf

# Bros er ódýrasta fegrunarlyf sem fyrirfinnst.             Ók. höf

# Brosið er hvísl hlátursins.                                            Leo J Burke

# Bros kostar minna en rafmagn en ber meiri birtu.     Skoskt máltæki

# Bros er ljós í andlitsglugganum sem sýnir að hjartað er heima.      Henry Ward Beecher

# Deild gleði er tvöföld gleði, deild sorg er hálf sorg.                         Sænskt máltæki

# Ánægjan er okkar besta eign.                                     William Shakespeare

Opið hús og helgistund á sunnudag kl. 14 í Gautaborg

Um helgina var ráðgerð guðsþjónusta hjá okkur. Í stað þess að aflýsa viljum við breyta til og prófa okkur áfram með óformlega samkomu sem tekur tillit til sóttvarnarreglna.

Verið velkomin á opið hús og íslenska helgistund í safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju sunnudaginn 8. nóv. kl. 14 til 15.

Tónlist flutt, textar og ljóð til íhugunar, hver og ein/n getur skrifað bæn, kveikt á kerti … hægt er að koma og fara eða setjast eftir því sem hver vill.

Lisa Fröberg leikur á píanóið og prestur er Ágúst Einarsson. 

Kaffi á könnunni á sama tíma.

Opna húsið er í Stóra salnum í safnaðarheimilinu vegna þess að viðgerð fer fram í kirkjunni. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hreinlæti og fjarlægð milli einstaklinga. 

Verið velkomin!

Spaka hornið    Bænir:

Góði Guð, í dag hef ég ekki talað illa um neinn, ég hef ekki misst móðinn.

Ég hef ekki verið geðstirð/ur, viðskotaill/ur eða sjálfselsk/ur.

En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu og frá þeirri stund þarf ég talsverða hjálp frá þér.  Amen    (Kristina Raftel)

Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, 

kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin)

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku og helgihald á aðventu er nær dregur. 

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Barnastund lau. 24. okt. kl. 11 í Gautaborg

Barnastund og fjölskyldusamvera sem verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 24. okt. kl. 11.00

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. 

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!  – Á sóttvarnartímum höldum við fjarlægð og gerum aðrar ráðstafanir sem ráðlagðar eru til að draga úr smithættu. –

Ljóð og speki:

Allt fram streymir endalaust 

ár og dagar líða.

Nú er komið hrímkalt haust,

horfin sumars blíða.

Kristján Jónsson Fjallaskáld  „Haust“

Tíminn er 

of hægur fyrir þá sem bíða,

of hraður fyrir þá sem óttast,

of langur fyrir þá sem syrgja,

of stuttur fyrir þá sem fagna, 

en fyrir þá sem elska

er tíminn eilífur.

                      Henry Van Dyke

Þótt þú langförull legðir

sérhvert land undir fót,

bera hugur og hjarta 

samt þíns heimalands mót.

Sterphan G Stephansson – „Úr Íslendingadags ræðu“

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku en eftirfarandi er ráðgert á haustmisseri:

Sun. 8 nóvember Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 14 nóvember Barnastarf kl. 11

Lau. 28 nóvember Barnastarf kl. 11

Helgihald á aðventu verður auglýst er nær dregur.

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Guðsþjónusta á sunnudag kl. 11 (18/10) eingöngu á netinu

Um þetta leyti árs höfum við árlega efnt til sameiginlegrar guðsþjónustu með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg. Vegna Covid19-fjöldatakmarkana verður guðsþjónustan að þessu sinnieingöngu á netinu og hægt að tengast með því að fara inn á vefslóðina hér að neðan.

Guðsþjónustan er tengd degi Sameinuðu þjóðanna og nú eru SÞ á þeim tímamótum að 75 ár eru liðin frá stofnun þeirra og jafnframt lokum síðari Heimstyrjaldar.

Guðsþjónustan verður sunnudaginn 18 október kl. 11.00 og einnig er hægt að fara inn á vefslóðina eftir þann tíma.  Sjá:

https://www.svenskakyrkan.se/tyska/ekumenisk-gudstjanst-18-oktober​

Christoph Gamer predikar, Magnús Kjellson leikur á orgel og Lisa Fröberg syngur sálma.

Á heimasíðunni er messuskrá en á upptökunni eru textar lesnir á ýmsum tungumálum þ á m íslensku, en predikunin er á sænsku.

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku en eftirfarandi er ráðgert á haustmisseri:

Lau. 24 október Barnastarf kl. 11

Sun. 8 nóvember Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 14 nóvember Barnastarf kl. 11

Lau. 28 nóvember Barnastarf kl. 11

Helgihald á aðventu verður auglýst er nær dregur.

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Barnastarf lau 10 okt kl. 11 og annað framundan

Barnastund og fjölskyldusamvera sem verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 10. okt. kl. 11.00

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!   

– Á sóttvarnartímum höldum við fjarlægð og gerum aðrar ráðstafanir sem ráðlagðar eru til að draga úr smithættu. –

Spaka hornið:

”Lengsta ferðalagið er inn á við.”   Dag Hammarskjöld

”Og hvort sem þig rekur á bátkænu gegnum lífið eða teymir hest upp brattann á gamals aldri, er sérhver dagur ferðalag, og ferðin sjálf heimili þitt.”Basho – þýðing Óskar Árni Óskarsson

”Ég er kominn upp á það 

  • allra þakka verðast –

að sitja kyrr á sama stað,

og samt að vera´ að ferðast”

Jónas Hallgrímsson – ”Sparnaður”

”Þegar ég geng með þér finnst mér ég hafa blóm í hnappagatinu.” W.H.Thackeray

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsinsverður auglýst viku fyrir viku en eftirfarandi er ráðgert á haustmisseri:

Lau. 24 október Barnastarf kl. 11

Sun. 8 nóvember Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 14 nóvember Barnastarf kl. 11

Lau. 28 nóvember Barnastarf kl. 11

Helgihald á aðventu verður auglýst er nær dregur.

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69.