Guðsþjónusta n k sunnudag 26 febrúar kl. 14

Sæl öll

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Einsöng flytur Herbjörn Þórðarson. Rússneskt þema verður í tónlistinni. Kórinn flytur Vocalise eftir Rachmaninov. Forspilið er Preludium i D-dúr eftir sama höfund. Herbjörn syngur aríu eftir Tjajkovskij.  Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Aðalfundur safnaðarins eftir guðsþjónustu. Venjuleg aðalfundarstörf og umræða um starfið.

Verið velkomin!

Spila og spjallsamvera

Hugmynd hefur komið upp um að efna til “spila og spjallsamveru”  sem gæti verið í safnaðarheimilinu, í heimahúsi eða á kaffihúsi – staðsetning og hvað sé spilað fer eftir áhuga og vilja þátttakenda.  Áhugasamir um að vera með í hópnum mega hafa samband með því að svara þessum pósti eða gefa sig fram við einhvern í sóknarnefnd.

 

# Barnastarfið verður laugardagana: 4 febr // 4 mars // 18 mars // 1 apríl // 22 apríl

# Íslenskar guðsþjónustur framundan:

Sun. 26 mars kl. 11  Boðunardagur Maríu

Ath. tíma, sameiginleg með V Frölunda söfnuði

Sun. 23 apríl kl. 14

Sun. 21 maí kl. 14. Ferming. Altarisganga.

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnasamvera á laugardag (4/2) í Gautaborg

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 4. febúar kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

# Barnastarfið verður einnig laugardagana: 4 febr // 4 mars // 18 mars // 1 apríl // 22 apríl

# Íslenskar guðsþjónustur framundan:

Sun. 26 febrúar kl. 14. Aðalfundur eftir guðsþjónustu

Sun. 26 mars kl. 11  Boðunardagur Maríu

Ath. tíma, sameiginleg með V Frölunda söfnuði

Sun. 23 apríl kl. 14

Sun. 21 maí kl. 14. Ferming. Altarisganga.

Bestu kveðjur,  Ágúst

Speki:

Maður nokkur (Tagore) sagði:

“Ég svaf og mig dreymdi að lífið væri gleði.

Ég vaknaði og sá að lífið er skylda.

Svo hófst ég handa og sjá – skyldan var gleði.

 

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf á laugardag 21/1 og guðsþjónusta á sunnudag 22/1

Sæl öll og gleðilegt nýtt ár!

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 21. janúar kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 22. janúar kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Altarisganga. Barnastund, smábarnahorn

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.  Verið velkomin!

# Barnastarfið á vormisseri

verður laugardagana: 4 febr // 4 mars // 18 mars // 1 apríl // 22 apríl

 

# Aðrar guðsþjónustur framundan:

Sun. 26 febrúar kl. 14. Aðalfundur eftir guðsþjónustu

Sun. 26 mars kl. 11  Boðunardagur Maríu

Ath. tíma, sameiginleg með V Frölunda söfnuði

Sun. 23 apríl kl. 14

Sun. 21 maí kl. 14. Ferming. Altarisganga.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag í Gautaborg

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag 25. des. kl. 14 í Västra Frölunda kirkju. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik annast Maria Lindqvist-Renman. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi.

Verið velkomin!

Jólaskemmtun barnanna í safnaðarheimili V-Frölundakirkju.

Jólaballið verður á þrettándanum 6. jan. kl. 14.

Dansað í kringum jólatréð, íslensku jólalögin sungin og hressir jólasveinar koma í heimsókn. Pálínuboð – þátttakendur koma með veitingar á sameiginlegt borð. Kaffi og safi á staðnum.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf á laugardag og Aðventuhátíð á sunnudag í Gautaborg

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Aðventuhátíð sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00 í Västra Frölunda kirkju.Fjölbreytt aðventudagskrá.

Tónar aðventu í máli og söng. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg, Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Hljómsveit Ingvars og Júlíusar syngur.  Sigurlaug Sól Guðfinnsdóttir leikur á þverflautu. Guðbjörg Jóna Guðnadóttir syngur. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Kirkjukaffi.

Verið velkomin!

 

# Aðrar guðsþjónustur framundan:

Jóladag 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í Västra Frölunda kirkju.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf í Gautaborg lau. 12. nóvember

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

# Guðsþjónustur framundan:

Sunnudaginn 27. nóvember: Aðventuhátíð í V-Frölunda kl. 14. Tónar aðventu, kórsöngur, einsöngur, hljómsveit, hljóðfæraleikur…

Jóladag 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.

# Kirkjuskóli og fjölskyldusamverur verða einnig:

Laugardaginn 26 nóvember kl. 11.00

Spurning

  • Hvaða orð er 4 stafir og aldrei of oft sagt? TAKK!

Trúin er eins og logandi kerti

  • Einn kirkjufeðranna sagði trúna vera eins og logandi kerti sem þú heldur á þar sem þú stendur í flæðarmálinu. Yfir þér skína stjörnurnar.  Ljósið þitt litla lýsir ekki upp úthafið. Þú veist og skynjar návist þess. Þú stendur í veiku skini kertaljóssins þíns og það nægir þér rétt til að stíga lítið skref. En þú þarft ekki meir en að stíga eitt skref í senn til að ganga tíu þúsund mílur. Ef þú bælst á kertið verður allt dimmt. Þess vegna skalltu varast að slökkva litla trúarlogann þinn. Svo mikill munur er á litlum loga og engum. Frá sjónarmiði myrkursins er jafnvel lítið ljós kraftaverk.

(M.Lönnebo)

Bestu kveðjur,  Ágúst

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarfið lau. 29. okt í Gautaborg

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 29. október kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

# Guðsþjónustur framundan:

Sunnudaginn 27. nóvember: Aðventuhátíð í V-Frölunda kl. 14. Tónar aðventu, kórsöngur, einsöngur, hljómsveit, hljóðfæraleikur…

Jóladag 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.

# Kirkjuskóli og fjölskyldusamverur verða einnig:

Laugardaginn 12 nóvember kl. 11.00

Laugardaginn 26 nóvember kl. 11.00

Heilræði

–         Af öllu sem þú klæðist er mikilvægast hvernig þú tjáir þig.

–         Hamingja líf þíns byggir á gæðum hugsana þinna.

–         Þyngsta byrðin sem þú getur borið er gremjan.

–         Það eina sem þú getur gefið og haldið í senn er loforð þitt.

–         Hið eina sem ekki er hægt að endurvinna er tíminn.

Bestu kveðjur,  Ágúst

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Kirkjuskóli, guðsþjónusta og alþingiskosningar í Gautaborg

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 15. október kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 16. október kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Altarisganga. Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.  Verið velkomin!

Kjörfundur vegna alþingiskosninga á Íslandi verður í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju sama dag 16. október kl. 15 til 17. Umsjón hefur Christina Nilroth ræðismaður Íslands í Gautaborg. Velkomin að kjósa.

# Aðrar guðsþjónustur á haustmisseri verða:

Sunnudaginn 23 október kl. 11.00: Samkirkjuleg guðsþjónusta í Þýsku kirkjunni.

Sunnudaginn 27 nóvember kl. 14.00: Aðventuhátíð í V-Frölunda.

Jóladag 25 desember kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta.

# Aðrar fjölskyldusamverur verða:

Laugardaginn 29 október kl. 11.00

Laugardaginn 12 nóvember kl. 11.00

Laugardaginn 26 nóvember kl. 11.00

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Barnastarf í Gautaborg á laugardag

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 24. september kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Rebbi fær nýjan gest og kynnist Vöku, skjaldböku.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Aðrar fjölskyldusamverur verða:

Laugardaginn 15 október kl. 11.00

Laugardaginn 29 október kl. 11.00

Laugardaginn 12 nóvember kl. 11.00

Laugardaginn 26 nóvember kl. 11.00

Fréttir af starfi:

Við hófum vetrarstarfið með Sýningunni “Lítil saga úr orgelhúsi” í umsjá góðra gesta frá Íslandi og með styrk frá svensk – isländska samarbetsfonden. Um 50 manns sóttu sýninguna sem var afar vel tekið.

Sýningin Lítil saga úr orgelhúsi er myndskreytt tónlistarævintýri fyrir börn á aldrinum 5 – 10 ára. Á sýningunni er sagan lesin og myndum varpað á skjá um leið og tónlistin sem fylgir sögunni er leikin á orgel. Ævintýrið leiðir hlustandann inn í töfraheim pípuorgelsins á skemmtilegan hátt. Söguna gerði Guðný Einarsdóttir, organisti en tónlistina samdi Michael Jón Clarke, tónskáld. Sagan fjallar um orgelpípurnar sem búa í orgelhúsinu. Það gengur á ýmsu í samskiptum hjá orgelpípunum og Sif litla sem er langminnst, er orðin mjög þreytt á þessu eilífa rifrildi. Hún ákveður að fara í burtu úr orgelhúsinu og finna sér betri stað að búa á. Þá reynir nú heldur betur á hinar orgelpípurnar og þær fara að leita að Sif litlu.

Sögumaður var Bergþór Pálsson, söngvari, Guðný Einarsdóttir lék á orgelið og myndskreytingar gerði Fanney Ósk Sizemore.

Sýningin hefur einnig verið útgefin sem barnabók með Cd diski.

 

Posted in Óflokkað | Leave a comment

Guðsþjónusta 18 sept í Gautaborg og haustdagskráin

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 18. september kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Kynningarfundur um fermingarfræðsluna í vetur verður fyrir guðsþjónustu eða kl. 12.00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Unglingar ásamt foreldrum velkomnir!

Aðrar guðsþjónustur á haustmisseri verða:

Sunnudaginn 16. október: íslensk guðsþjónusta í V-Frölunda.

Sunnudaginn 23. október: Samkirkjuleg guðsþjónusta í Þýsku kirkjunni.

Sunnudaginn 27. nóvember: Aðventuhátíð í V-Frölunda.

Jóladag 25. desember: Hátíðarguðsþjónusta.

 

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 24. september kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Aðrar fjölskyldusamverur verða:

Laugardaginn 15 október kl. 11.00

Laugardaginn 29 október kl. 11.00

Laugardaginn 12 nóvember kl. 11.00

Laugardaginn 26 nóvember kl. 11.00

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Posted in Óflokkað | Leave a comment