Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 23. mars kl. 11.00.
Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.
Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Íslensk-sænsk guðsþjónusta,sameiginleg guðsþjónusta með V-Frölunda söfnuði, verður sunnudaginn 24. mars kl. 11.00 (ath. tímasetninguna).Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Frölunda Mótettukór syngur undir stjórn Mariu Lindkvist Renman. Prestar eru Maria Lund og Ágúst Einarsson. —Kirkjukaffi. Verið velkomin!
Til umhugsunar – Hamingja
Hamingjan hefur tilfinningalega hlið sem birtist í gleði og góðu skapi.
Hamingjan ristir líka dýpra og beinist að almennri vellíðan og farsæld.
Hvað er hamingja?
Það er lífsviðhorf sem maður tileinkar sér. Hamingjan er hliðarávinningur þegar við svörum í verki spurningunni: Hvað gefur lífi mínu gildi?
Hvernig verður maður hamingjusamur?
Með því að gera það sem er á manns valdi til að lifa innihaldsríku og ánægjulegu lífi.
Með því að endurnýja góðan vilja sinn daglega til að takast á við nýjan dag með nýjum verkefnum og nýjum hugsunum.
Með því að minnka streitu og vera til staðar í núinu.
…
Bestu kveðjur, Ágúst
Kirkjustarfið framundan á vormisseri:
Lau. 6 apríl Kirkjuskóli
Lau. 27 aprílKirkjuskóli
Sun. 28 apríl Guðsþjónusta kl. 14. Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng.
10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard
Sun. 9 júní Guðsþjónusta kl. 14. Hvítasunnudagur, ferming
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.