Vorhátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 14 í Gautaborg

Vorhátíðarguðsþjónusta

Hvítasunnudaginn 19. maí verður guðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Kórinn flytur: Vorið kemur (Jóhannes úr Kötlum) og Faðir vor (úts Jón Ásgeirsson). Orgelleik og kórstjórn annast Daniel Ralphsson. Fermd verða: Birgir Hrafn Björnsson, Hanna Karen Benediktsdóttir og Ísak Ari Ágústsson. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili.

Verið velkomin!