Gleðileg jól og helgihald

Jólin heim í stofu – sjónvarpsguðsþjónustur á Íslandi

Kæru vinir

Á helgri hátíð sendum við ykkur bestu óskir um gleðileg jól!

Mörg söknum við þess að geta ekki tekið þátt í jólaguðsþjónustu þessi jól, hittast í helgidóminum, heyra jólaboðskapinn og syngja jólasálma saman.

En sá góði möguleiki er fyrir hendi að sjá og heyra og vera með í helgihaldi þar sem sjónvarpað hefur verið á Íslandi.

Hér eru vefslóðir inn á sjónvarpsguðsþjónustur á RUV. 

Fyrsta vefslóðin leiðir okkur inn á sjónvarp frá Jóladagsmessu í Háteigskirkju í Reykjavík:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/joladagsmessa/31283/9aaq1h

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir predikar. Prestar Helga Soffía Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhannsson. Kordía, kór Háteigskirkju syngur. Organisti Guðný Einarsdóttir

Einnig er hér sjónvarp frá Grafarvogskirkju á 4. Sd. í aðventu: 

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/adventumessa/31275/9a8btk

Prestar: Guðrún Karls Helgudóttir ásamt öðrum prestum kirkjunnar, Félagar úr barna og unglingakór syngja. Vox populi og Kór Grafarvogskirkju syngur, Organisti og stjórnendur: Hákon Leifsson, Hilmar Örn Agnarsson og Sigríður S. Hafliðadóttir Tómas Guðni Eggertsson

Loks er hér sjónvarp frá Miðnæturmessu í Fríkirkjunni í Reykjavík:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/midnaeturmessa-i-frikirkjunni-vid-tjornina/31318/9alfr1

Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth hörpuleikari halda hátíðlega miðnæturtónleika ásamt strengjasveit í Fríkirkjunni í tilefni af 120 ára afmæli kirkjunnar. Séra Hjörtur Magni flytur hugvekju.

Með hækkandi sól megum við eiga von á bjartari tímum á öllum sviðum og dýrmætast verður trúlega að geta hist á ný. Það sem áður þótti sjálfsagt er vöntun á og tilhlökkunarefni þegar úr rætist. Nú er bara að halda út í að fara varlega og samtímis reyna að halda nánu sambandi þrátt fyrir fjarlægðir og takmarkanir. 

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Aðventan heim í stofu

Kæru vinir

Á ný minnum við á úrval af íslensku efni sem streymt er frá kirkjum á Íslandi á aðventu, sjá: www.kirkjan.is

Einnig eru sjónvarpsguðsþjónustur fleiri en áður vegna takmarkana sem eru á því að safnast saman.

Hér er vefslóð inn á sjónvarpsguðsþjónusturnar á RUV það sem af er aðventu:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/adventumessa/31275/9a8btj

Vefslóðin leiðir okkur inn á sjónvarp frá:

Seljakirkju á 3. sunnudegi í aðventu. 

Prestar: Ólafur J. Borgþórsson og Bryndís Malla Elídóttir, Kór Seljakirkju syngur, Organisti: Tómas Guðni Eggertsson

Neskirkju á 2. sunnudegi í aðventu. 

Prestar: Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Kór Neskirkju syngur, Organisti: Steingrímur Þórhallsson.

Hallgrímskirkju á 1. sunnudegi í aðventu. 

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, Prestar, Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskardóttir. Kammerkórinn Schola Cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se