Aðventan heim í stofu

Kæru vinir

Á ný minnum við á úrval af íslensku efni sem streymt er frá kirkjum á Íslandi á aðventu, sjá: www.kirkjan.is

Einnig eru sjónvarpsguðsþjónustur fleiri en áður vegna takmarkana sem eru á því að safnast saman.

Hér er vefslóð inn á sjónvarpsguðsþjónusturnar á RUV það sem af er aðventu:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/adventumessa/31275/9a8btj

Vefslóðin leiðir okkur inn á sjónvarp frá:

Seljakirkju á 3. sunnudegi í aðventu. 

Prestar: Ólafur J. Borgþórsson og Bryndís Malla Elídóttir, Kór Seljakirkju syngur, Organisti: Tómas Guðni Eggertsson

Neskirkju á 2. sunnudegi í aðventu. 

Prestar: Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, Kór Neskirkju syngur, Organisti: Steingrímur Þórhallsson.

Hallgrímskirkju á 1. sunnudegi í aðventu. 

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, Prestar, Sigurður Árni Þórðarson og Irma Sjöfn Óskardóttir. Kammerkórinn Schola Cantorum syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar, Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *