Íslensk fermingarfræðsla í Svíþjóð, skráning stendur yfir…

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum, boðið er upp á fræðslusamverur og auk þess notum við símtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur stendur yfir.  Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.comtil að fá fyllri upplýsingar og/eða fá skráningarblað sent til baka.

Fermingarmót í septemer

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 19-21. sept. 2025.  Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi.  Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Við reiknum með um 60 unglingum og ungleiðtogum á mótið og um 10 fullorðnir eru líka með til að hafa umsjón með hópnum. Íslenskir unglingar í fermingarfræðslu frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku hittast á þessu móti.

Fræðsla og kirkjusókn í vetur

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Fræðslufundir eru í tengslum við íslenskar guðsþjónustur. Einnig er boðið upp á símakennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Fermingarmót í maí 2026

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað 8.-10. maí á vormóti 2026 og markar það lok fermingarfræðslu vetrarins.

Fermingardagar

Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi. Fermingarguðsþjónustur eru yfirleitt í lok maí eða byrjun júní hér Svíþjóð.

Unglingarnir geta fengið leyfi til að fermast fyrr eða í kringum páska 2026 á Íslandi þó fermingarfræðslu sé ekki lokið hér hjá okkur, en skuldbinda sig þá til að koma á seinna fermingarmótið og ljúka kennsluprógramminu.

Skráning stendur yfir

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband á kirkjan@telia.com og biðjið um skráningarblað, einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

Sunnudaginn 15. júní verða 17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Útihátíð verður haldin sunnudaginn 15. júní kl. 14 (ath. dag og tíma) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju

Þessa dagana er veður risjótt, vonandi sól úti, sól inni og sól í sinni. En ef veðrið verður kalt/blautt höfum við aðstöðu fyrir dagskrá og snæðing inni í safnaðarheimilinu.

Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin.  

Dagskrá: Júlíus Sigmundsson leikur á píanó og við tökum lagið.Fjallkonan Guðbjörg Jóna Guðnadóttir flytur ljóð. Christina Nilroth ræðismaður flytur ávarp. 

Leikir, gleði og kátína í fögru umhverfi.  🇮🇸🇮🇸🇮🇸🇮🇸🇮🇸

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum frá kl. 13.30 og selur íslenskt kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! … eða til að taka með heim og grilla. Öruggast er að panta fyrirfram, sérstaklega fisk og lambakjöt, í síma 033 289095 eða með skilaboðum á order@grimsis.se

Þátttökugjald er frjálst framlag. Pylsur, safi, skúffukaka og kaffi verður selt á vægu verði. Til styrktar í barnastarfi.  Vinsamlega swishið á: 123 572 45 62

Verið velkomin!

Hæ, hó jibbí jei og jibbíí jei!

Þjóðhátíðarnefndin

Íslensk guðsþjónusta sun. 1. júní í Gautaborg

Vorhátíðarguðsþjónusta

Íslensk guðsþjónusta verður sunnudaginn 1. júní í Västra Frölunda kirkju kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Kórinn flytur: Vorið kemur (Jóhannes úr Kötlum) og Söngur Gabríellu (Py Bäckman). Píanóleik, einsöng og kórstjórn annast Daniel Ralphsson. Fermd verða: Birgir Valgeirsson og Elísa Esther Auðunsdóttir. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili.

Verið velkomin!

Hátíðahöld í tilefni 17 júní eru ráðgerð sunnudaginn 15. júní kl. 14.00 á kirkjulóðinni við V. Frölunda kirkju.  Athugið nýjan dag og tíma. Þessa tímasetningu er ætlunin að prófa til að koma til móts við barnafjölskyldur og aðra sem eiga e. t. v. auðveldara með að koma um helgi. Nánar auglýst síðar.

Bestu kveðjur, Ágúst

Íslenskur kór í Stokkhólmi!   –   Viltu syngja í íslenskum kór?

Söngæfingarkvöld verður miðvikudaginn 28. maí kl.18.00 í embættisbústað sendiherra að Strandvägen í Stokkhólmi. Nánari upplýsingar verða sendar til þeirra sem skrá sig.

Söngæfingin verður undir stjórn Herdísar Ágústu Linnet og æfingunni verða m.a. sungin íslensk vor- og sumarlög.

Með söngæfingunni viljum við kanna það hversu margir kunna að hafa áhuga á að syngja í íslenskum kór í Stokkhólmi og hefja samtal um möguleg næstu skref. Þátttaka er án skuldbindingar.

Kæru Íslendingar í Stokkhólmi!  

Nú er komið að því að við viljum láta á það reyna hvort grundvöllur sé fyrir íslenskum kór í Stokkhólmi að nýju.  Fyrr á árum starfaði íslenskur kór í Stokkhólmi undir stjórn Brynju Guðmundsdóttur mörgum Íslendingum til ánægju og menningarauka.  Nú hefur verið hlé á þeirri starfsemi og e. t. v. tími kominn til að taka upp þráðinn.

Þetta framtak er á vegum undirritaðs Ágústs Einarssonar og í samvinnu við sendiráð Islands sem útvegar húsnæði fyrir fyrstu æfingar.  En ef íslenskur kór hefur starfsemi þá er ætlunin að hann verði sjálfstæður kór sem ákveður sjálfur hvernig starfsemi skuli háttað varðandi lagaval, stjórnanda, æfingastað og allt annað.

Möguleiki er á annari æfingu fyrri hluta júnímánaðar ef nægur áhugi er fyrir hendi.

Herdís Ágústa Linnet er klassískur pínaisti sem undanfarin sex ár hefur verið búsett í Svíþjóð og lauk nýlega meistaragráðu í píanóleik frá Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi.  Herdís hefur langa reynslu af að syngja í kór og var í Kór Langholtskirkju, Kór Menntaskólans í Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórnum.

Látið vinsamlegast vita um þátttöku þann 28. maí með því að skrá ykkur hér. Þeir sem ekki komast en vilja lýsa yfir áhuga á að taka þátt í íslensku kórastarfi geta einnig skráð áhuga

Hafir þú spurningar er þér velkomið að hafa samband við undirritaðan með því að senda tölvupóst á kirkjan@telia.com.

Látið einnig endilega vita ef þið hafið áhuga á þátttöku í íslenskum kór, þó þið komist ekki á æfinguna 28. maí því það getur hjálpað okkur til að taka ákvörðun um framhaldið.

Bestu kveðjur og með von um góð viðbrögð, Ágúst Einarsson

Íslensk guðsþjónusta annan páskadag 21 apríl kl. 14 í Gautaborg

Íslensk guðsþjónusta verður í V- Frölundakirkjuannan dag páska 21. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Vorvísu” e. Halldór Laxness, lag Jón Ásgeirsson og ”Ó undur lífs” e. Þorsteinn Valdimarsson og lag Jakob Hallgrímsson.Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu og sömuleiðis aðalsafnaðarfundur í framhaldi.

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.   

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu annan páskadag mán. 21. apríl n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Guðna formann s. 0723969070

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri.

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 1. júní, ferming í guðsþjónustunni.

Hátíðahöld í tilefni 17 júní, nánar auglýst síðar.

Speki í dagsins önn:

„Við þurfum næði til að láta okkur dreyma, næði til að rifja upp og minnast, næði til að nálgast hið óendanlega. Næði til að vera til.“ Gladys Taber (1899-1980)

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf lau 5 apríl í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 5. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Þetta er síðasta barnasamvera á vormisseri.

Verið velkomin! 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri.

Guðsþjónustur verða annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní.

Aðalfundur kirkjustarfsins verður eftir guðsþjónustu 21 apríl

Speki í dagsins önn:

„Líf er fyrsta gjöfin, ástin er önnur, og skilningur sú þriðja.“ (Marge Piercy)

„Þrennt það mikilvægasta sem stuðlar að hamingju í lífinu er: eitthvað að gera, einhver að elska og eitthvað að vonast eftir. (Joseph Addison 1672-1719)

„Maður á aldrei að leita að hamingju, maður hittir hana á leiðinni. (Isabelle Eberhardt 1877-1904)

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf og guðsþjónusta helgina 22 til 23 mars í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 22. mars. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.    

Verið velkomin!  

Íslensk guðsþjónusta verðurí V- Frölundakirkjusun. 23. mars kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Maríukvæði” e. Atla heimi Sveinsson og „Maríuvers” e. Pál Ísólfsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin! 

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.    

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur verða annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Aðalfundur kirkjustarfsins verður eftir guðsþjónustu 21 apríl 

Speki í dagsins önn: 

”Taktu þér tíma til að vera vingjarnlegur – Það er leiðin til hamingjunnar. 

Taktu þér tíma til að elska og vera elskaður – Það eru guðleg forréttindi. 

Taktu þér tíma til að líta í kringum þig – Dagurinn er of stuttur fyrir eigingirni. 

Taktu þér tíma til að hlæja – Það er tónlist sálarinnar.” 

                                                                 Úr gömlum enskum útsaumi. 

Bestu kveðjur, Ágúst 

Barnasamvera í Gautaborg lau. 8. mars kl. 11

Sæl og blessuð! 

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 8. mars. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.   

Verið velkomin! 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur verða sun. 23. mars., annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Speki í dagsins önn: 

# Við eigum aðeins andartakið og það geymir fortíð, nútíð og framtíð. Joyce Grenfell (1910 1979) 

# Kraftaverkið er ekki að fljúga í loftinu eða að ganga á vatninu heldur að ganga á jörðinni. Kínverskur málsháttur

# Guð gefi mér æðruleysi / til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,/ hugrekki til að breyta því sem ég get breytt, / og vit til að greina þar á milli. William James (1842-1910) 

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf og guðþjónusta helgina 22 til 23 febrúar í Gautaborg

Sæl og blessuð! 

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 22. febr. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.   

Verið velkomin! 

Íslensk guðsþjónusta verðurí V- Frölundakirkjusun. 23. febr. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Mitt faðirvor” lag: Árni Björnsson / texti: Kristján frá Djúpalæk og ”Móðursorg”, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og úts. Bára Grímsdóttir. 

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin! 

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.    

Bestu kveðjur, Ágúst 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur eru ráðgerðar sunnudaginn 23. mars., annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Speki í dagsins önn: 

”Bros skapar sólskin á heimilinu … fóstrar góðvild í viðskiptum … og er besta mótefnið við vandræðum.”  Höf ók 

”Tími og ást, það eru stærstu gjafirnar.” Tony Hawks 

”Blómgastu þar sem þér var plantað.“ Ella Grasso 

”Að hafa ánægju af starfi sínu og finnast það skipta máli – getur nokkuð annað verið skemmtilegra?“ Katherine Graham 

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.  

Barnasamvera og guðsþjónusta í Gautaborg helgina 25 til 26 jan.

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 25. jan. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.   

Verið velkomin! 

Íslensk guðsþjónusta verðurí V- Frölundakirkjusun. 26. jan. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Gott ár oss gefi“ e. Jón Þorsteinsson og Báru Grímsdóttur og „Næturljóð úr fjörðum“ e. Böðvar Guðmundsson og útsetning Tuula Jóhannesson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin! 

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.    

Bestu kveðjur, Ágúst 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur eru ráðgerðar sunnudagana 23. febr. og 23. mars., annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Speki í dagsins önn: 

# Klæddu þig brosi. Ein stærð passar á alla. 

# Ef einhver er of þreyttur til að gefa þér bros, gefðu þá eitt af þínum. 

# Hamingjan er gjöf sem við höfum öll efni á að gefa.