Aðventuhátíð helgina 9&10 des. og fleira skemmtilegt!

Söngstund barna með Krístínu Pálsdóttur verður í V-Frölunda á laugardag 9. des. kl. 11.00.

Fermingarfræðsla á sunnudag 10 des. kl. 12.00 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Aðventuhátíð sunnudaginn 10 desember kl. 14.00 í V-Frölunda kirkju.

Fjölbreytt aðventudagskrá: Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphsonar.

Sönghópur barna syngur undir stjórn Kristínar Pálsdóttur. Einsöngur Herbjörn Þórðarson. Trommuleikur Jona Robertson. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Heimsókn prófasts Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Umsjón hefur Ágúst Einarsson.

Kirkjukaffi með söng og ávarpi prófasts.

Sölubíll frá Grimsis er með jólamatinn og annað góðgæti f utan kirkju frá kl. 15 til 16.30 á sunnudag. Öruggast að panta fyrirfram á póstfang: order@grimsis.se eða í síma 0733289461 eða 0733289462.

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf og söngsamvera laugardaginn 25. nóv.

Barna- og fjölskyldusamveru í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25 nóvember kl. 11.00.  Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn bakatil í safnaðarheimilið, skilti vísar veginn. Verið velkomin!

Söngstund með Kristínu Pálsdóttur á sama stað lau 25 nóv. kl. 12.00.  Jólalög æfð fyrir aðventuhátíð, farið í leiki og fleira. Verið velkomin!

Á döfinni:

Aðventuhátíðin verður 2 í aðventu, sunnudaginn 10 desember kl. 14.00 í V-Frölundakirkju.

Fjölbreytt aðventudagskrá.  Nánar auglýst síðar.

Barnasamvera, söngstund og fermingarfræðsla á laugardag 11/11 í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 11. nóv. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

Barnasöngstund með Kristínu Pálsdóttur á sama stað lau. 11. nóv. kl. 12.00. Jólalög sungin og æfð fyrir aðventuhátíð, farið í leiki og fleira. 

Fræðslustund með unglingum í fermingarfræðslu verður í safnaðarheimilinu efri hæð, lau. 11. nóv. 13.00

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf, guðsþjónusta og hausttónleikar helgina 21. til 22. okt.

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 21. okt. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Guðsþjónusta sunnudaginn 22 október í Þýsku kirkjunni (við Brunnsparken) kl. 11.00 (athugið tímsetninguna) með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg. Ólík tungumál kristallast í þessari guðsþjónustu. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: „Smávinir fagrir“ Jón Nordak/Jónas Hallgrímsson og „Hjá lygnri móðu“ Jón Ásgeirsson/Halldór Laxness.  Haga-Christinaekören syngur. Ágúst Einarsson predikar. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Haustkonsert sunnudaginn 22. október kl. 18.00 í Västra Frölunda kirkju með þátttöku Íslenska kórsins í Gautaborg undir stjórn Daniels Ralphssonar.

Välkomna till en konsert i Västra Frölunda kyrka, i höstens tecken, där du bland annat kommer att få höra Pie Jesu av Andrew Lloyd Webber, Stad i ljus av Py Bäckman och sjunga med i Tove Janssons Höstvisa. Fri entré!

Medverkande:
Isländska kören och Frölunda kyrkokör
Wulfson Quartet

Helena Sjöstrand Svenn, sopransolist
Thomas Jönsson, bassolist
Daniel Ralphsson, tenorsolist och körledare
Maria Lindqvist Renman, organist och körledare

Sjá: https://www.facebook.com/events/343420594803974/

Dagskráin framundan:

11. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili

25. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

10. des. Annar sun. í aðventu kl. 14. Aðventuhátíð með fjölbreyttri aðventudagskrá.

26. des. Annar jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.

Bestu kveðjur, Ágúst

Bókasamvera á föst. kl. 17 og barnastund á lau. kl. 11

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardag 30. sept. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Einnig er vakin athygli á:

Bókasamvera fyrir börn og fullorðna – Ævar Þór Benediktsson barnabókarithöfundur kemur í heimsókn

Staður: Oddfellow húsið á Vasagatan 9 Gb Stund: Föstudaginn 29. sept. kl. 17Umsjón Kristín Pálsdóttir í samráði við Sendiráð Íslands í Sto.

Dagskráin framundan:

6. – 8. október Fermingarmót á ÅH stiftgård.

21. okt. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

22. okt. sun kl. 11. Sameiginleg guðsþjónusta með erlendum söfnuðum í Þýsku kirkjunni.

11. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

25. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

10. des. Annar sun. í aðventu kl. 14. Aðventuhátíð með fjölbreyttri aðventudagskrá.

26. des. Annar jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.

Spaka hornið:

”Bros skapar sólskin á heimilinu … fóstrar góðvild í viðskiptum … og er besta mótefnið við vandræðum.”  Höf ók

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Haustdagskrá kirkjustarfsins í Gautaborg hefst helgina 16 til 17 sept

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 16. sept. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusun. 17. sept. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar.  Kórinn flytur: ”Hjá lygnri móðu” Lag/texti: Jón Ásgerisson/Halldór Laxness.  ”Dag i senn” Lag/texti: O.Ahnfelt/Sigurbjörn Einarsson, úts Klas Hjortstam.  

Orgelleik annast Tony Sjöström. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Í tengslum við guðsþjónustuna (17/9 kl. 14.) verður fræðslufundur með fermingarbörnum kl. 11.30 og fundur með foreldrum fermingarbarna kl. 12.30 í safnaðarheimilinuÍ Gautaborg og nágrenni eru 7 unglingar skráðir í fermingarfræðslu og 13 til viðbótar sem búa annars staðar í Svíþjóð. Hópurinn hittist allur á fermingarmóti helgina 6 til 8 október á ÅH stiftgård.

Bókasamvera fyrir börn og fullorðna – Ævar Þór Benediktsson barnabókarithöfundur kemur í heimsókn

Staður: Oddfellow húsið á Vasagatan 9 Gb Stund: Föstudaginn 29. sept. kl. 17 Umsjón Kristín Pálsdóttir í samráði við Sendiráð Íslands í Sto.

Dagskráin framundan:

30. sept. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

6. – 8. október Fermingarmót á ÅH stiftgård.

21. okt. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

22. okt. sun kl. 11. Sameiginleg guðsþjónusta með erlendum söfnuðum í Þýsku kirkjunni.

11. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

25. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

10. des. Annar sun. í aðventu kl. 14. Aðventuhátíð með fjölbreyttri aðventudagskrá.

26. des. Annar jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Bókasamvera fyrir börn föst. 29. sept kl. 17 í Oddfellowhúsinu

Bókasamvera fyrir börn og fullorðna – Ævar Þór Benediktsson barnabókarithöfundur kemur í heimsókn

Kæru landar í Gautaborg og nágrenni. Föstudaginn 29. september kemur Ævar Þór Benediktsson í heimsókn og býður öllum börnum og foreldrum að koma og hlusta þegar hann les úr bókum sínum og segir frá starfi sínu. Staðurinn er Oddfellow húsið á Vasagatan 9 Gautaborg, kl. 17.00

Húsið opnar 16.45 og mikilvægt að koma tímanlega. Það er ókeypis aðgangur, möguleiki að kaupa bækur og dagskráin tekur rúma klukkustund.

Ævar Þór er hér í sambandi við bókaþingið og gefur okkur tækifæri til að hlusta á upplestur og til samtals. Bókasamveran er í samvinnu við Sendiráð Íslands og við þökkum kærlega fyrir þann styrk.

Ég hlakka til að sjá sem flesta og verið hjartanlega velkomin.

Ég óska þess að þið sem hafið áhuga á að koma sendið skilaboð um fjölda á netfangið: kristin@palsdottir.se

Bestu kveðjur, Kristín Pálsdóttir

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum, boðið er upp á fræðslusamverur og auk þess notum við símtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur er til 2 sept.  Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá fyllri upplýsingar og/eða fá skráningarblað sent til baka.

Fermingarmót í október

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 6.-8. okt. 2023.  Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi.  Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Við reiknum með um 60 unglingum og ungleiðtogum á mótið og um 10 fullorðnir eru líka með til að hafa umsjón með hópnum. Íslenskir unglingar í fermingarfræðslu frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku hittast á þessu móti.

Fræðsla og kirkjusókn í vetur

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Fræðslufundir eru í tengslum við íslenskar guðsþjónustur. Einnig er boðið upp á símakennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Fermingarmót í apríl 2024

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, áætlað vormót er 26 til 28 apríl 2024.

Fermingardagar

Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi. Fermingarguðsþjónustur eru yfirleitt í maímánuði hér Svíþjóð.

Unglingarnir geta fengið leyfi til að fermast fyrr eða í kringum páska 2024 á Íslandi þó fermingarfræðslu sé ekki lokið hér hjá okkur, en skuldbinda sig þá til að koma á seinna fermingarmótið og ljúka kennsluprógramminu.

Skráning stendur yfir eða til 2. september

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu næsta vetur þurfa að skrá sig sem fyrst eða fyrir 2. sept. Vinsamlegast hafið samband á kirkjan@telia.com og biðjið um skráningarblað, einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

Íslenskukennari óskast í Gautaborg

Við viljum vekja athygli á að lausu starfi í móðurmálskennslu fyrir íslensk börn í Gautaborg. Um er að ræða hlutastarf frá 10. ágúst 2023. Kennslustarfið er á vegum bæjarstjórnar Gautaborgar og umsóknarfrestur er til 30. júní 2023.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér: Modersmålslärare i isländska till Språkcentrum – Lediga jobb i Göteborgs Stad – Göteborgs Stad (goteborg.se)

Það má hafa má samband við Amor deildarstjóra hjá Språkcentrum í Gautaborg.  

Amor Segerhammar Lutfi Selmani

Enhetschef Sveriges Lärare

031-367 04 61 031-701 55 34

lutfi.selmani@fvsverigeslarare.se

Einnig getur Kristín Pálsdóttir, sem sinnt hefur starfinu, veitt upplýsingar og hafa má samband við hana á netfangið: kristin@palsdottir.se

17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Þjóðhátíðardagur Íslands

17. júní hátíðahöld í Gautaborg.   Útihátíð verður haldin laugardaginn 17. júní kl. 14 (ath. tíma) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju

Útlit er fyrir ágætis veður; sól úti, sól inni og sól í sinni. Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin (gasgrill á malbiki og stöngustu kröfur).

Á dagskrá: Félagar úr Íslenska kórnum í Gautaborg leiða almennan söngJúlíus Sigmundsson leikur á píanó.Fjallkonan Arna Kristín Einarsdóttir flytur ljóð. Christina Nilroth ræðismaður flytur ávarp. Gleði og kátína í fögru umhverfi.  

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum kl. 13.30 -14.30 og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! … eða til að taka með heim og grilla. Gott er að panta fyrirfram í síma 033 289095 eða með skilaboðum á order@grimsis.se

Nú hafa styrkir til íslensku starfseminnar minnkað verulega. Við leitum til ykkar sem njótið aðstöðunnar og tökum þakklát við styrkjum upp í kostnað; 50kr á hvern fullorðinn eða frjáls framlög.

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62

Verið velkomin!

Hæ, hó jibbí jei og jibbíí jei!

Þjóðhátíðarnefndin