Barnastarf og guðsþjónusta helgina 23 – 24 mars í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 23. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í V-Frölundakirkjusun. 24. mars kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: Máríuvers eftir Pál Ísólfsson, úts. Tuula Jóhannesson og Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson/Halldór Laxness. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Einnig verður fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.00 sama dag.   Bestu kveðjur, Ágúst

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 21. apríl n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Íslenskt barnastarf lau 9 mars í Gautaborg

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 9. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 21. apríl n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta helgina 24 til 25 febrúar í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 24. febr. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkju sun. 25. febr. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Hymn” eftir Mozart, texti Kristinn Jóhannesson og ”Kvöldvers” lag Tryggvi M Baldvinsson og texti Hallgrímur Pétursson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Einnig verður fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu kl. 12.00 sama dag.

Bestu kveðjur, Ágúst

Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta helgina 27 og 28 janúar

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 27. jan. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkju sun. 28. jan. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast hljóðfæraleik. Kórinn flytur: Okkur kært, úr Frost, útsettning eftir Klas Hjortstam og Máttur kærleikans eftir Mozart, íslenskur texti Böðvar Guðmundsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Starfið framundan: 

Næsta samvera í barnastarfi þar-á-eftir verður lau. 24. febr. kl. 11 og guðsþjónusta sömu helgi sun. 25. febr. kl. 14.

Jólaskemmtun barnanna 

Jólaballið verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju á þrettándanum laugardaginn 6. jan. kl 14.00 Dansað í kringum jólatréð, íslensku jólalögin sungin og hressir jólasveinar koma í heimsókn.

Pálínuboð – þátttakendur koma með veitingar á sameiginlegt borð. 

Kaffi og safi á staðnum.  Aðstöðugjald er 80 kr á fjölskyldu, swishnr. 1235724562

Verið velkomin!

Nefndin.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Hátíðarguðsþjónusta verður annan dag jóla í Gautaborg

Íslensk jólaguðsþjónusta verður þri. 26. des. kl. 14 í Västra Frölunda kirkju. Íslenski kórinn í Gautaborg leiðir söng. Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. Orgelleik annnast Lisa Fröberg. Jólatónlist verður leikin á orgel frá kl. 13.45. Kirkjukaffi. Verið velkomin!

Jólaskemmtun barnanna verður á þrettándanum lau. 6. jan. kl. 14.

Nánar auglýst síðar.

Spaka hornið:

”Þegar einhver er of þreyttur til að gefa þér bros, gefðu þá eitt af þínum.” Ók

”Að geta fundið gleði í gleði annarra; það er leyndardómur hamingjunnar.” Georges Bernanos

”Andartakið eigum við öll jafnt.” Markús Árelíus (121-180 e. Kr.)

Íslensk jólahelgistund á Þorláksmessu í Lundi

Jólahelgistund verður í S:t Hans kirkju í Norra Fäladen í Lundi á Þorláksmessu laugardag 23. des. kl. 11.00 (ath tímasetningu).

Við hugleiðum boðskap jólahátíðar í tali og tónum á helgistund með allri fjölskyldunni.  

Íslenski kórinn í Lundi syngur undir stjórn Max Loby. Anna Stefánsdóttir leikur á píanó. Hildur Ylfa og Katrín Una Jónsdætur leika á víólur. Emma Karítas Guðjónsdóttir leikur á fiðlu. Halldór Karvel Bjarnason leikur á gítar. Ólafur Jón Magnússson flytur hugvekju. Umsjón Ágúst Einarsson Verið velkomin!

Íslensk jólahelgistund á Þorláksmessu í Lundi

Jólahelgistund verður í S:t Hans kirkju í Norra Fäladen í Lundi á Þorláksmessu laugardag 23. des. kl. 11.00 (ath tímasetningu).

Við hugleiðum boðskap jólahátíðar í tali og tónum á helgistund með allri fjölskyldunni.  

Íslenski kórinn í Lundi syngur undir stjórn Max Loby. Anna Stefánsdóttir leikur á píanó. Hildur Ylfa og Katrín Una Jónsdætur leika á víólur. Emma Karítas Guðjónsdóttir leikur á fiðlu. Halldór Karvel Bjarnason leikur á gítar. Ólafur Jón Magnússson flytur hugvekju. Umsjón Ágúst Einarsson Verið velkomin!

Aðventuhátíð helgina 9&10 des. og fleira skemmtilegt!

Söngstund barna með Krístínu Pálsdóttur verður í V-Frölunda á laugardag 9. des. kl. 11.00.

Fermingarfræðsla á sunnudag 10 des. kl. 12.00 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Aðventuhátíð sunnudaginn 10 desember kl. 14.00 í V-Frölunda kirkju.

Fjölbreytt aðventudagskrá: Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphsonar.

Sönghópur barna syngur undir stjórn Kristínar Pálsdóttur. Einsöngur Herbjörn Þórðarson. Trommuleikur Jona Robertson. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Heimsókn prófasts Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Umsjón hefur Ágúst Einarsson.

Kirkjukaffi með söng og ávarpi prófasts.

Sölubíll frá Grimsis er með jólamatinn og annað góðgæti f utan kirkju frá kl. 15 til 16.30 á sunnudag. Öruggast að panta fyrirfram á póstfang: order@grimsis.se eða í síma 0733289461 eða 0733289462.

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf og söngsamvera laugardaginn 25. nóv.

Barna- og fjölskyldusamveru í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25 nóvember kl. 11.00.  Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn bakatil í safnaðarheimilið, skilti vísar veginn. Verið velkomin!

Söngstund með Kristínu Pálsdóttur á sama stað lau 25 nóv. kl. 12.00.  Jólalög æfð fyrir aðventuhátíð, farið í leiki og fleira. Verið velkomin!

Á döfinni:

Aðventuhátíðin verður 2 í aðventu, sunnudaginn 10 desember kl. 14.00 í V-Frölundakirkju.

Fjölbreytt aðventudagskrá.  Nánar auglýst síðar.