Sæl verið þið öll í jólaönnum.
Minni á:
Hátíðarguðsþjónusta verður annan dag jóla.
26. desember kl. 14.00 í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg
Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Herbjörn Þórðarson syngur einsöng.
Orgelleik annast Lisa Fröberg og prestur er Ágúst Einarsson.
Verið velkomin!
Eftir áramót er þetta á dagskrá:
Jólaskemmtun barnanna í safnaðarheimili V-Frölundakirkju.
Jólaballið verður á þrettándanum föst. 6. jan. kl. 14.
Dansað í kringum jólatréð, íslensku jólalögin sungin og hressir jólasveinar koma í heimsókn.
Pálínuboð – þátttakendur koma með veitingar á sameiginlegt borð.
Kaffi og safi á staðnum.
Spaka hornið:
„Hamingjan er listin að búa til vönd úr þeim blómum sem hendi er næst.“ Bob Goddard
„Lát hið undarlega aðdráttarafl þess sem þú elskar toga þig hljóðlega áfram. Það mun ekki leiða þig á villigötur. Jalal Al-din Rumi (1207-1273)
„Sólin rís á nýjum degi, tvístrar gærdeginum í minningar. Hvað sem angraði þig í fortíðinni, er framtíðin full af tækifærum, full af von.“ Stuart & Linda Macfarlane
Bestu kveðjur, Ágúst
Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS). Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.
Heimasíða: www.kirkjan.se
Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.
Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.Margt lítið gerir eitt stórt.