Sæl öll
Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 26. febrúar kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Einsöng flytur Herbjörn Þórðarson. Rússneskt þema verður í tónlistinni. Kórinn flytur Vocalise eftir Rachmaninov. Forspilið er Preludium i D-dúr eftir sama höfund. Herbjörn syngur aríu eftir Tjajkovskij. Barnastund, smábarnahorn.
Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
Aðalfundur safnaðarins eftir guðsþjónustu. Venjuleg aðalfundarstörf og umræða um starfið.
Verið velkomin!
Spila og spjallsamvera
Hugmynd hefur komið upp um að efna til “spila og spjallsamveru” sem gæti verið í safnaðarheimilinu, í heimahúsi eða á kaffihúsi – staðsetning og hvað sé spilað fer eftir áhuga og vilja þátttakenda. Áhugasamir um að vera með í hópnum mega hafa samband með því að svara þessum pósti eða gefa sig fram við einhvern í sóknarnefnd.
# Barnastarfið verður laugardagana: 4 febr // 4 mars // 18 mars // 1 apríl // 22 apríl
# Íslenskar guðsþjónustur framundan:
Sun. 26 mars kl. 11 Boðunardagur Maríu
Ath. tíma, sameiginleg með V Frölunda söfnuði
Sun. 23 apríl kl. 14
Sun. 21 maí kl. 14. Ferming. Altarisganga.
Bestu kveðjur, Ágúst
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.