Fjölskyldusamvera á laugardag kl. 11 (28. okt. 2017)

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 28. október kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.

Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

 

Næstu barnasamverur kirkjuskólans eru ráðgerðar 11 nóv. og 25 nóv.

Íslenskar guðsþjónustur verða sun. 12 nóv., 3 des. og 25 des.

 

Íslenskir söngtónleikar, guðsþjónusta, kosning til alþingis m.m.

Söngtónleikar í V Frölunda kirkju lau. 21. okt. kl. 17.00Söngperlur Laxness” Svafa Þórhallsdóttir, sópransöngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja íslensk lög við texta Nóbelskáldsins Halldórs Laxness.  Aðgangeyrir 100 kr og frítt fyrir nemendur.

Verið velkomin!

Samkirkjulega guðsþjónusta í Þýsku kirkjunni sun. 22. okt. kl. 11.00. Erlendir söfnuðir sameinast um guðsþjónustu einu sinni á ári. Íslenska kirkjustarfið tekur þátt og m. a. syngja Ingvar og Júlíus. Kirkjukaffið er einnig með íslensku ívafi því Birna kemur með nýbakaðar kleinur að venju. Verið velkomin!

Kosning til alþingis á Íslandi

Kjörstaður fyrir alþingiskosningar á Íslandi verður í safnaðarheimili V. Frölundakirkju sun. 22. október kl. 14.00 – 17.00 (Adr: Frölunda Kyrkogata 2)
Kjósendur eru beðnir að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd og ef íslenska skilríkið er útrunnið taka það með ásamt sænsku skilríki sem er í gildi. Umsjón hefur Christina Nilroth, aðalræðismaður 

THE WEATHER DIARIES by Cooper & Gorfer // BORÅS TEXTILMUSEET

Opnun sýningar lau 21. okt kl. 13.00. Staðsetning: Skaraborgsvägen 3a, Borås.

Textilhönnuðir frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Sjá: https://www.boras.com/sv/253377/Utstallning-The-Weather-Diaries/

Kaffi og spjall samverur

Við viljum efna til ”kaffi og spjall samveru” meðal Íslendinga!

Hugmyndin er að höfða til þeirra sem hafa lausa stund á virkum dögum.

Getum við myndað hóp sem hittist öðru hvoru í vetur?

Á dagskrá gæti verið einfaldlega ”kaffi og spjall” eða eitthvað annað sem hópurinn ákveður að ánægjulegt væri að gera.

Við gætum hist í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju eða annars staðar.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu er velkomið að hafa samband við Guðnýju Ásu Sveinsdóttur á gudny.sveinsdottir@bredband2.com

eða í síma 070 798 04 36.

Barnakór í Gautaborg

Á haustönn verður boðið upp á barnakórastarf í 10 vikur frá og með mán 2 október. Æfingar verða í Safnaðarheimili í Västra Frölundakyrka á mánudögum kl 17:15.  Þetta er tilvalinn vettvangur fyrir íslenska krakka að hittast og syngja saman á okkar ástkæra ylhýra máli, efnisval verður fjölbreytt, sungin verða íslensk lög bæði klassísk leikskólalög, hreyfisöngur, þjóðlög, dægurlög og jólalög. Stjórnendur verða Berglind Ragnarsdóttir og Guðrún María Guðjónsdóttir sem báðar hafa fjölbreytta reynslu úr tónlistaskólum og kórum. Hér er hægt að skrá sig:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfqEtiYa3pS3ZejAAPoQn2TXTzZnXyQ2rGqKu64rMrnF122Ng/viewform?usp=sf_link

eða hafa samband á netfang berglindragnars@gmail.com eða í síma 0761171513.

Einnig minni ég á að:

Næstu barnasamverur kirkjuskólans eru ráðgerðar 28 okt., 11 nóv. og 25 nóv.

Íslenskar guðsþjónustur verða sun. 12 nóv., 3 des. og 25 des.

Bestu kveðjur,  Ágúst

Barnastarf á lau., kjörfundur og fleira sem er á dagskrá

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 14. október kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.

Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Kosning til alþingis á Íslandi

Kjörstaður fyrir alþingiskosningar á Íslandi verður í safnaðarheimili V. Frölundakirkju lau. 14. október kl. 12.00 – 15.00 (Adr: Frölunda Kyrkogata 2)
Kjósendur eru beðnir að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd og ef íslenska skilríkið er útrunnið taka það með ásamt sænsku skilríki sem er í gildi. Umsjón hefur Christina Nilroth, aðalræðismaður

Annað framundan:

Söngtónleikar í V Frölunda kirkju lau. 21. okt. kl. 17.00Söngperlur Laxness” Svafa Þórhallsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanó.  Nánar auglýst síðar.

Samkirkjulega guðsþjónusta í Þýsku kirkjunni sun. 22. Okt. kl. 11.00 Nánar auglýst síðar.

Kjörstaður fyrir alþingiskosningar í safnaðarheimili V. Frölundakirkju sun. 22 okt. kl. 14 – 17

Kaffi og spjall samverur

Við viljum efna til ”kaffi og spjall samveru” meðal Íslendinga!

Hugmyndin er að höfða til þeirra sem hafa lausa stund á virkum dögum.

Getum við myndað hóp sem hittist öðru hvoru í vetur?

Á dagskrá gæti verið einfaldlega ”kaffi og spjall” eða eitthvað annað sem hópurinn ákveður að ánægjulegt væri að gera.

Við gætum hist í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju eða annars staðar.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu er velkomið að hafa samband við Guðnýju Ásu Sveinsdóttur á gudny.sveinsdottir@bredband2.com

eða í síma 070 798 04 36.

Barnakór í Gautaborg

Á haustönn verður boðið upp á barnakórastarf í 10 vikur frá og með mán 2 október. Æfingar verða í Safnaðarheimili í Västra Frölundakyrka á mánudögum kl 17:15.  Þetta er tilvalinn vettvangur fyrir íslenska krakka að hittast og syngja saman á okkar ástkæra ylhýra máli, efnisval verður fjölbreytt, sungin verða íslensk lög bæði klassísk leikskólalög, hreyfisöngur, þjóðlög, dægurlög og jólalög. Stjórnendur verða Berglind Ragnarsdóttir og Guðrún María Guðjónsdóttir sem báðar hafa fjölbreytta reynslu úr tónlistaskólum og kórum. Hér er hægt að skrá sig:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfqEtiYa3pS3ZejAAPoQn2TXTzZnXyQ2rGqKu64rMrnF122Ng/viewform?usp=sf_link

eða hafa samband á netfang berglindragnars@gmail.com eða í síma 0761171513.

Einnig minni ég á að:

Næstu barnasamverur kirkjuskólans eru ráðgerðar 28 okt., 11 nóv. og 25 nóv.

Íslenskar guðsþjónustur verða sun. 12 nóv., 3 des. og 25 des.

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.