Fermingarfræðsla hefst í september 2024

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum, boðið er upp á fræðslusamverur og auk þess notum við símtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur er til 1. september.  Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá fyllri upplýsingar og/eða fá skráningarblað sent til baka.

Fermingarmót í september

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 20. til 22. sept. 2024.  Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi.  Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Við reiknum með um 45 unglingum í fermingarfræðslu á mótið. Síðan eru um 15 ungleiðtogar á mótinu og 10 fullorðnir til að hafa umsjón með dagskránni. Íslenskir unglingar í fermingarfræðslu frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku hittast á þessu móti.

Fræðsla og kirkjusókn í vetur

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Fræðslufundir eru í tengslum við íslenskar guðsþjónustur. Einnig er boðið upp á símakennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Fermingarmót í maí 2025

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, vormótið er ráðgert 9. til 11. maí 2025.

Fermingardagar

Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi. Fermingarguðsþjónustur eru yfirleitt í maímánuði hér Svíþjóð.

Unglingarnir geta fengið leyfi til að fermast fyrr eða í kringum páska 2025 á Íslandi þó fermingarfræðslu sé ekki lokið hér hjá okkur, en skuldbinda sig þá til að koma á seinna fermingarmótið og ljúka kennsluprógramminu.

Skráning stendur yfir eða til 1 september.

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu næsta vetur þurfa að skrá sig sem fyrst eða fyrir 10. ágúst. Vinsamlegast hafið samband á kirkjan@telia.com og biðjið um skráningarblað, einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Þjóðhátíðardagur Íslands   – í 80 ár

17. júní hátíðahöld í Gautaborg.  Útihátíð verður haldin mánudaginn 17. júní kl. 17 (ath. tíma) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju. 

Þessa dagana er veður risjótt, vonandi sól úti, sól inni og sól í sinni En ef veðrið verður kalt/blautt höfum aðstöðu fyrir dagskrá og snæðing inni í safnaðarheimilinu.

Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin.  

Dagskráin: Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar og leiðir almennan söngJúlíus Sigmundsson leikur á píanó.Fjallkonan Guðný Ása Sveinsdóttir flytur ljóð. Christina Nilroth ræðismaður flytur ávarp. 

Gleði og kátína í fögru umhverfi.  

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum frá kl. 16.30 og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! … eða til að taka með heim og grilla. Gott er að panta fyrirfram í síma 033 289095 eða með skilaboðum á order@grimsis.se

Þátttökugjald er 50kr á hvern fullorðinn, frítt fyrir börn (eða frjáls framlög). Við höfum kostnað vegna grillaðstöðu, tónlistar og húsnæðis.  Vinsamlega swishið á: 123 572 45 62

Verið velkomin!

Hæ, hó jibbí jei og jibbíí jei!

Þjóðhátíðarnefndin

Íslensk fermingarfræðsla í Svíþjóð

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum, boðið er upp á fræðslusamverur og auk þess notum við símtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur er til 10. ágúst.  Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá fyllri upplýsingar og/eða fá skráningarblað sent til baka.

Fermingarmót í september

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 20. til 22. sept. 2024.  Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi.  Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Við reiknum með um 45 unglingum í fermingarfræðslu á mótið. Síðan eru um 15 ungleiðtogar á mótinu og 10 fullorðnir til að hafa umsjón með dagskránni. Íslenskir unglingar í fermingarfræðslu frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku hittast á þessu móti.

Fræðsla og kirkjusókn í vetur

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Fræðslufundir eru í tengslum við íslenskar guðsþjónustur. Einnig er boðið upp á símakennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Fermingarmót í maí 2025

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, vormótið er ráðgert 9. til 11. maí 2025.

Fermingardagar

Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi. Fermingarguðsþjónustur eru yfirleitt í maímánuði hér Svíþjóð.

Unglingarnir geta fengið leyfi til að fermast fyrr eða í kringum páska 2025 á Íslandi þó fermingarfræðslu sé ekki lokið hér hjá okkur, en skuldbinda sig þá til að koma á seinna fermingarmótið og ljúka kennsluprógramminu.

Skráning stendur yfir eða til 10 ágúst.

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu næsta vetur þurfa að skrá sig sem fyrst eða fyrir 10. ágúst. Vinsamlegast hafið samband á kirkjan@telia.com og biðjið um skráningarblað, einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

Vorhátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 14 í Gautaborg

Vorhátíðarguðsþjónusta

Hvítasunnudaginn 19. maí verður guðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Kórinn flytur: Vorið kemur (Jóhannes úr Kötlum) og Faðir vor (úts Jón Ásgeirsson). Orgelleik og kórstjórn annast Daniel Ralphsson. Fermd verða: Birgir Hrafn Björnsson, Hanna Karen Benediktsdóttir og Ísak Ari Ágústsson. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili.

Verið velkomin!

Barnastarf og guðsþjónusta helgina 20 til 21 apríl í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 20. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónustaverður í Västra Frölundakirkjusun. 21. apríl kl. 14.00. Þema: ”Vorið kemur” Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: Maístjarnan (Jón Ásgeirsson/Tuula Jóhannesson), Sumargestur (Ásgeir Trausti/Halldór Karvel), Í draumi mínum (Helgi R. Ingvarsson) og Út í haga (C.M.Bellman/Hjörtur Pálsson).  Kirkjukaffi og aðalfundur kirkjustarfsins eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.00 sama dag.   Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Barnastarf og guðsþjónusta helgina 23 – 24 mars í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 23. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í V-Frölundakirkjusun. 24. mars kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: Máríuvers eftir Pál Ísólfsson, úts. Tuula Jóhannesson og Maríukvæði eftir Atla Heimi Sveinsson/Halldór Laxness. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Einnig verður fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.00 sama dag.   Bestu kveðjur, Ágúst

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 21. apríl n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Íslenskt barnastarf lau 9 mars í Gautaborg

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 9. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 21. apríl n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta helgina 24 til 25 febrúar í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 24. febr. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkju sun. 25. febr. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Hymn” eftir Mozart, texti Kristinn Jóhannesson og ”Kvöldvers” lag Tryggvi M Baldvinsson og texti Hallgrímur Pétursson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Einnig verður fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu kl. 12.00 sama dag.

Bestu kveðjur, Ágúst

Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta helgina 27 og 28 janúar

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 27. jan. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkju sun. 28. jan. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast hljóðfæraleik. Kórinn flytur: Okkur kært, úr Frost, útsettning eftir Klas Hjortstam og Máttur kærleikans eftir Mozart, íslenskur texti Böðvar Guðmundsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Starfið framundan: 

Næsta samvera í barnastarfi þar-á-eftir verður lau. 24. febr. kl. 11 og guðsþjónusta sömu helgi sun. 25. febr. kl. 14.

Jólaskemmtun barnanna 

Jólaballið verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju á þrettándanum laugardaginn 6. jan. kl 14.00 Dansað í kringum jólatréð, íslensku jólalögin sungin og hressir jólasveinar koma í heimsókn.

Pálínuboð – þátttakendur koma með veitingar á sameiginlegt borð. 

Kaffi og safi á staðnum.  Aðstöðugjald er 80 kr á fjölskyldu, swishnr. 1235724562

Verið velkomin!

Nefndin.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.