Sálgæsla

Prestur kirkjustarfsins sinnir sálgæslu meðal Íslendinga í Svíþjóð

Sálgæslusamtal er tilboð prestsins til umræðu og samfylgdar þegar tilefni gefst í lífinu. Það á við á erfiðum tímum þegar sorgin mætir okkur við fráfall ástvinar. Einnig þegar gengið er í gegnum breytingar og áföll í nánum samböndum eða á vinnustað. 

Sálgæsla er tilboð til allra – en þau sem nýta sér sálgæslusamtal glíma oft við sorg og missi, erfiðar tilfinningar, stórar spurningar, flóknar ákvarðanir og allt annað sem fyrir kemur í lífinu. Staður og tími fyrir samtal er eftir samkomulagi. Verið velkomin að hafa samband.

Presturinn er bundinn þagnarskyldu. 

Netfang: kirkjan@telia.com

Ágúst Einarsson, sími 0702863969