Velkomin til Gautaborgar

Upplýsingar um félags- og safnaðarstarf meðal Íslendinga í Gautaborg

Velkomin/n til Gautaborgar!

Ég vil vekja athygli þína á félags- og safnaðarstarfi meðal Íslendinga í Gautaborg. Stærstur hluti þess fer fram í safnaðarheimili Västa Frölunda kirkju, Frölunda Kyrkogata 2. Kirkjan og safnaðarheimilið er nálægt Frölunda torgi og það er auðvelt að komast þangað með strætisvagni eða sporvagni.
Helstu starfsþættir í kirkjustarfinu eru:

Guðsþjónustur einu sinni í mánuði á sunnudögum kl. 14. Það er hefðbundin íslensk guðsþjónusta og í kirkjunni er smábarnahorn fyrir minnstu börnin. Einnig er boðið upp á barnastund fyrir eldri börn seinni hluta guðsþjónustunnar. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur við guðsþjónustur. Kirkjukaffi er í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu.

Kirkjuskóla- og fjölskyldusamvera er um hálfsmánaðarlega á laugardögum kl. 11. Það er lífleg samvera með fræðslu, söng og brúðuleikhúsi. Góð leikaðstaða er fyrir börnin, kaffi og spjall fyrir þá fullorðnu

Fermingarfræðsla hefst á hverju hausti með fermingarmóti.

Við höfum góða félagsaðstöðu í safnaðarheimili kirkjunnar og þar skipuleggjum við öðru hvoru bókmennta- og fræðslufundi. Einnig hefur þar árlega verið haldið jólaball og hátíð í tengslum við 17. júní.

Undirritaður, Ágúst Einarsson er með skrifstofu í safnaðarheimili Västa Frölunda kirkju og ég starfa sem prestur fyrir Íslendinga. Sími minn er 070 286 39 69, netfang kirkjan@telia.com. Þér er velkomið að hafa samband við mig vegna aðstoðar af einhverju tagi eða til að ræða hugmyndir um hvað megi gera í safnaðar- eða félagsstarfi meðal Íslendinga hér í Gautaborg.

Við erum með netfangalista þar sem við auglýsum öðru hvoru það sem framundan er í starfinu og þér er velkomið að senda okkur netfang þitt til að hafa með á listanum.
Sóknarnefnd skipuleggur starfsemina með prestinum og formaður sóknarnefndar er Birna Ágústsdóttir s 070 245 37 17 og netfang: birna@islendingafelag.com.

Á heimasíðu kirkjustarfisns er nánari upplýsingar að finna um það sem er á dagskrá hverju sinni; www.kirkjan.se

Einnig vil ég vekja athygli á eftirfarandi þáttum:
Íslenski kórinn í Gautaborg er með kóræfingar hvert mánudagskvöld kl. 18.30 í safnaðarheimili Västa Frölunda kirkju. Lisa Fröberg er stjórnandi kórsins. Kórinn er sjálfstætt starfandi kór sem syngur andleg og veraldleg verk, með áherslu á íslenska sönghefð. Kórinn syngur við íslenskar guðsþjónustur. Einnig eru kóramót, æfingabúðir, skemmtikvöld og vortónleikar fastir liðir í starfseminni. Til að fá meiri upplýsingar um kórinn má hafa samband við: Ingibjörgu Þorvarðardóttur, formann kórstjórnar, sími; 076 211 66 59 og netfang; ingibjorg59@gmail.com
Íslenskukennsla er í boði í Gautaborg. Íslensk skólabörn eiga rétt á íslenskukennslu og það er vert að nýta sér það. Hafa má samband við Kristínu Pálsdóttur, íslenskukennara, sími; 070 230 06 76 eða netfang; kristin@palsdottir.se

Ræðismaður fyrir Ísland í Gautaborg er Christina Nilroth. Hún aðstoðar við m. a. við að útvega neyðarvegabréf, framlengja vegabréf og utankjörstaðakosningu. Christina vinnur almennt að auknum tengslum Svíþjóðar og Íslands á sviði menningar og viðskipta. Hafa má samband við Christinu, sími; 070-570 40 58 eða netfang; christina.nilroth@telia.com

Á Facebook er vitað um 3 hópa sem hafa þann tilgang að efla íslensk tengsl og félagsstarf, það eru: Íslendingar í Gautaborg, Íslendingafélagið í Gautaborg og Þorrablót í Gautaborg.

Að lokum vil ég óska þér góðs gengis í lífi og starfi hér í Svíþjóð.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *