Sjúkrahússþjónusta

Prestur kirkjustarfsins það hlutverk í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands að veita Íslendingum er koma á Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg aðstoð. Ár hvert koma um 30 sjúklingar til rannsókna og aðgerða. Rannsóknir og líffæraígræðsla er oft tilefni heimsóknarinnar. Dvalartíminn er frá 4 dögum og upp í nokkra mánuði. Í mörgum tilfellum kemur fylgdarmaður með úr fjölskyldu- eða vinahópi og er það mikill stuðningur. Það er viðbótarálag að vera í öðru landi þar sem tungumálið er hindrun og vera jafnframt fjarri stuðningsneti fjölskyldu og vina. Prestinum er ætlað að veita sjúklingum og fylgdarmönnum stuðning og aðstoð eftir þörfum og óskum hvers og eins.