Barnastund og guðsþjónusta helgina 26 til 27 sept. í Gautaborg

Barnastund og fjölskyldusamvera sem verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 26. sept. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið einnig velkomin íslenska guðsþjónustu í Gautaborgsem verður í safnaðarheimili Västra Frölunda sunnudaginn 27. sept. kl. 14.00.  

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur ásamt Karl Johan Karlsson söngvaskáldi (trúbadúr) sem einnig syngur einsöng. Orgel og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall, eftir guðsþjónustu, en þar mun Karl Johan Karlsson syngja nokkur lög.

Guðsþjónustan fer fram í Stóra salnum í safnaðarheimilinu vegna þess að viðgerð fer fram í kirkjunni.  Við viljum eins og sænska kirkjan „ställa om men inte ställa in” og reynum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hreinlæti og fjarlægð milli einstaklinga. 

Verið velkomin!

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku en eftirfarandi er ráðgert á haustmisseri:

2 til 4 október Fermingarmót á Ah stiftgard 

Lau. 10 október Barnastarf kl. 11

Lau. 24 október Barnastarf kl. 11

Sun. 8 nóvember Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 14 nóvember Barnastarf kl. 11

Lau. 28 nóvember Barnastarf kl. 11

Helgihald á aðventu verður auglýst er nær dregur.

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastund laugardaginn 12 september kl. 11 í Gautaborg

Sæl verið þið. Nú þegar sumri hallar förum við í gang með samverur í íslenska kirkjustarfinu í Gautaborg. 

Við gerum allar skynsamlegar ráðstafanir varðandi hreinlæti, takmarkaðan fjölda og fjarlægð milli einstaklinga. 

Það verður ánægjulegt að hittast á ný! 

Fyrst á dagskrá er; 

Barnastund og fjölskyldusamvera sem verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 12. september kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. 

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku en eftirfarandi er ráðgert á haustmisseri:

Lau. 26 september Barnastarf kl. 11.

Sun. 27 september. Guðsþjónusta kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg. Í vetur verða guðsþjónusturnar í Stóra salnum í safnaðarheimilinu vegna þess að viðgerð fer fram í kirkjunni.

2 til 4 október Fermingarmót á Ah stiftgard 

Lau. 10 október Barnastarf kl. 11

Lau. 24 október Barnastarf kl. 11

Sun. 8 nóvember Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 14 nóvember Barnastarf kl. 11

Lau. 28 nóvember Barnastarf kl. 11

Helgihald á aðventu verður auglýst er nær dregur.

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.