Vorhátíðarguðsþjónusta sun. 28. maí kl. 14.00 og aðalfundur

Sunnudaginn 28. maí verður Vorhátíðarguðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju kl. 14.00.Íslenski kórinn í Gautaborg syngur, kórinn flytur: Söng Gabríellu ísl. texti Kristinn Jóhannesson og Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Fermd verða: Indíana Morthens og Vilmundur Emil Morthens. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili, þar sem 

aðalfundur kirkjustarfsins verður einnig í framhaldi, venjuleg aðalfundarstörf.

Verið velkomin!

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 28. maí. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Í Västra Frölunda á 17 júní.

Lau. 17. júní kl. 14.00 Hátiðarsamvera útivið í fögru umhverfi við safnarheimilið.   

Söngur, ávarp, fjallkona og fl. Nánar auglýst síðar.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.