Barna- og fjölskyldusamvera laugardaginn 25. sept. kl. 11 í Gautaborg

Kæru vinir

Afar ánægjulegt að geta hist á ný!

Barna- og fjölskyldusamvera sem verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25. sept. kl. 11.00

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. 

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Við ráðgerum skiptibókamarkað fyrir barnabækur í tengslum við samverur okkar í október (nánar auglýst síðar). 

Vetrarstarfið í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg.

Hér er yfirlit starfseminnar framundan:

Barnasamverur, guðsþjónustur og fermingarstarf:

Lau. 25. sept. kl. 11. Barna- og fjölskyldusamvera á neðri hæð safnaðarheimilis.

1 til 3. okt    Fermingarmót á Ah stiftgard

(-nýr fermingarhópur þennan vetur)

Lau. 9. okt. Barnastarf kl. 11. Barna- og fjölskyldusamvera á neðri hæð safnaðarheimilis.

Sun. 17. okt. Guðsþjónusta kl. 14. Í Västra Frölunda kirkju.

Lau. 23. okt. Barnastarf kl. 11.

Sun. 24. okt. Samkirkjuleg gþj. með erlendum söfnuðum í Þýsku kirkjunni kl. 11.

Lau. 13. nóv. Barnastarf kl. 11.

Fræðslukvöld ráðgert í nóvember, nánar auglýst síðar.

Lau. 27. nóv. Barnastarf kl. 11.

Sun. 28. nóv. Aðventuhátíð kl. 14.

Jóladag 25. des. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.

Íslenski kórinn í Gautaborgæfir alla mánudaga kl. 18.30 í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. Áhugasamir hafi samband við Kristínu Pálsdóttur s.0702300676.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Íslensk guðsþjónusta sunnudaginn 12. sept. kl. 14 í Gautaborg

Kæru vinir

Ánægjulegt að geta hist á ný!

Verið velkomin í íslenska guðsþjónustu í Gautaborg

sem verður í Västra Frölunda kirkju sunnudaginn 12. sept. kl. 14.00.  

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. 

Orgel og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili.

Vetrarstarfið í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg.

Hér er yfirlit starfseminnar framundan:

Barnasamverur, guðsþjónustur og fermingarstarf:

Sun. 12. sept. Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 25. sept. kl. 11.00 Barna- og fjölskyldusamvera á neðri hæð safnaðarheimilis.

1 til 3. okt    Fermingarmót á Ah stiftgard

(-nýr fermingarhópur þennan vetur)

Lau. 9. okt. Barnastarf kl. 11.

Sun. 17. okt. Guðsþjónusta kl. 14.

Lau. 23. okt. Barnastarf kl. 11.

Lau. 13. nóv. Barnastarf kl. 11.

Fræðslukvöld ráðgert í nóvember, nánar auglýst síðar.

Lau. 27. nóv. Barnastarf kl. 11.

Sun. 28. nóv. Aðventuhátíð kl. 14.

Jóladag 25. des. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.

Íslenski kórinn í Gautaborg æfir alla mánudaga kl. 18.30 í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. Áhugasamir mega hafa samband við Kristínu Pálsdóttur s.0702300676.

Utankjörstaðakosning vegna Alþingiskosninga 

verður í safnaðarheimili V-Frölunda þessa daga:

Mánudag 13. sept. kl.15 – 18.            

Miðvikudag 15. sept. kl.16 – 19.    

Christina Nilroth, ræðismaður, hefur umjón með kosningunni. 

Takið með skilríki og gefið upp síðasta lögheimili á Íslandi.

Bestu kveðjur, Ágúst

Íslensk fermingarfræðsla í Svíþjóð

Fermingarfræðsla í Svíþjóð

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum, boðið er upp á fræðslusamverur og auk þess notum við símtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Skráning í fermingarfræðslu er til 12. september.  Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá fyllri upplýsingar og/eða fá skráningarblað sent til baka.

Fermingarmót í október

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 1.-3. okt. 2021. Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi.  Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Við reiknum með um 20 unglingum og ungleiðtogum á mótið og um 6 fullorðnir eru líka með til að hafa umsjón með hópnum. Íslenskir unglingar í fermingarfræðslu frá Svíþjóð og Danmörku hittast á þessu móti.

Fræðsla og kirkjusókn í vetur

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Fræðslufundir eru í tengslum við íslenskar guðsþjónustur. Einnig er boðið upp á símakennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Fermingarmót í apríl/maí 2022

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, áætlað vormót er helgina 29 apríl til 1. maí 2022.

Fermingardagar

Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi. Fermingarguðsþjónustur eru yfirleitt í lok maí eða byrjun júní hér Svíþjóð.

Unglingarnir geta fengið leyfi til að fermast fyrr eða í kringum páska 2022 á Íslandi þó fermingarfræðslu sé ekki lokið hér hjá okkur, en skuldbinda sig þá til að koma á seinna fermingarmótið og ljúka kennsluprógramminu.

Skráning stendur yfir

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu í vetur þurfa að skrá sig sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband á kirkjan@telia.com og biðjið um skráningarblað, einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

Kirkjustarf, kórastarf og kosning til Alþingis

Kæru vinir

Nú förum við í gang með vetrarstarfið í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg.

Hér er yfirlit starfseminnar:

Barnasamverur, guðsþjónustur og fermingarstarf:

3 til 5. sept.   Fermingarmót á Ah stiftgard, 

(-fermingarhópur frá síðasta vetri fer á sitt seinna mót.)

Sun. 12. sept. Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 25. sept. Barnastarf

1 til 3. okt    Fermingarmót á Ah stiftgard

(-nýr fermingarhópur þennan vetur)

Lau. 9. okt. Barnastarf

Sun. 17. okt. Guðsþjónusta kl. 14

Lau. 23. okt. Barnastarf

Lau. 13. nóv. Barnastarf

Fræðslukvöld ráðgert í nóvember, nánar auglýst síðar.

Lau. 27. nóv. Barnastarf

Sun. 28. nóv. Aðventuhátíð kl. 14

Jóladag 25. des. Hátíðarguðsþjónusta

Íslenski kórinn í Gautaborgæfir alla mánudaga kl. 18.30 í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. Áhugasamir mega hafa samband við Kristínu Pálsdóttur s.0702300676.

Utankjörstaðakosning vegna Alþingiskosninga 

verður í safnaðarheimili V-Frölunda þessa daga:

Miðvikudag 8. sept. kl.16 – 19.              

Mánudag 13. sept. kl.15 – 18.            

Miðvikudag 15. sept. kl.16 – 19.    

Christina Nilroth, ræðismaður, hefur umjón með kosningunni. 

Takið með íslensk skilríki og gefið upp síðasta lögheimili á Íslandi.

Nánar auglýst síðar.