Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 20. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Íslensk guðsþjónustaverður í Västra Frölundakirkjusun. 21. apríl kl. 14.00. Þema: ”Vorið kemur” Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: Maístjarnan (Jón Ásgeirsson/Tuula Jóhannesson), Sumargestur (Ásgeir Trausti/Halldór Karvel), Í draumi mínum (Helgi R. Ingvarsson) og Út í haga (C.M.Bellman/Hjörtur Pálsson). Kirkjukaffi og aðalfundur kirkjustarfsins eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!
Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.00 sama dag. Bestu kveðjur, Ágúst
Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS). Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.
Heimasíða: www.kirkjan.se