Sæl verið þið
Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 9. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Viltu vera með í sóknarnefnd?
Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 21. apríl n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717
Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS). Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.