Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 23. febrúar kl. 11.00.
Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Börnin fá bók og mynd til að líma inn í hvert skipti sem komið er. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 24. febrúar kl. 14.00
Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
Aðalfundur kirkjustarfsinser einnig eftir guðsþjónustu, venjuleg aðalfundarstörf.
Verið velkomin!
Viltu vera með í sóknarnefnd?
Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 24. febr. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717
Spaka hornið
„Morgundagurinn er það mikilvægasta í lífinu. Hann kemur til okkar á miðnætti tandurhreinn. Hann er fullkominn og felur sig okkur á vald. Hann vonar að við höfum lært eitthvað af gærdeginum.“ John Wayne (1907-1979)
„Við erum það sem við þykjumst vera, svo við verðum að vanda okkur við það sem við þykjumst vera.“ Kurt Vonnegut
„Viska vekur aldrei eftirtekt því hún felst í reglu og rósemd, friði og spekt…“ Eliphas Levi
„Byrjaðu á að gera það sem er nauðsynlegt, síðan það sem er mögulegt og allt í einu geturðu gert hið ómögulelga.“ St. Francis of Assisi (1181-1226)
Bestu kveðjur, Ágúst
Kirkjustarfið áfram á vormisseri:
Lau. 9 mars Kirkjuskóli
Lau. 23 mars Kirkjuskóli
Sun. 24 mars Guðsþjónusta með V Frölunda
Lau. 6 apríl Kirkjuskóli
Lau. 27 aprílKirkjuskóli
Sun. 28 apríl Guðsþjónusta
10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard
Lau 8. Júní Ferming í Lundi
Sun. 9 júní Guðsþjónusta Hvítasunnudagur, ferming
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.