Sænsk íslensk guðsþjónusta sun. 22 mars kl. 11 í Gautaborg

Kæru vinir

Nú eru erfiðir einangrunartímar hjá okkur en við reynum að lifa sem eðlilegustu lífi með skynsemi og öllum varúðarráðstöfunum. 

Það eru guðsþjónustur haldnar víðast í Svíþjóð og því auglýsum við þennan viðburð um helgina:

Sameiginleg guðsþjónusta íslenska og sænska kirkjustarfsins í Västra Frölundakirkju sun. 22. mars. kl. 11.00. (Athugið tímasetninguna) Guðsþjónustan verður á sænsku og íslensku. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Helena Sjöstrand Svenn syngur einsöng. Prestar eru Marianne Fogelqvist og Ágúst Einarsson.

Verið velkomin!

Kirkjukaffi er sleppt að þessu sinni og fyrirlestur sem vera átti er frestað.

Bestu kveðjur, Ágúst

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst nánar þegar óvissan verður minni í þjóðfélaginu.

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Kirkjustarfið í Gautaborg, dagskrárbreytingar

Umsjónarfólk barnastarfsins ákveðið að fella niður barnasamverurnar í marsmánuði. Þannig að engin barnasamvera verður á morgun lau. 14. mars.

Þetta er vegna tilmæla um að minnka umgengni vegna smithættu og vegna þess að við sjáum fram á forföll hjá þeim sem venjulega sækja samverur barnastarfsins.

 Að öllu óbreyttu er dagskrá kirkjustarfsins framundan þessi:

Sun. 22 mars Guðsþjónusta, sænsk-íslensk, sameiginleg með V Frölundasöfnuði kl. 11.00

Menningardagskrá í kirkjukaffi. 

De isländska släktsagorna“ Joakim Lilljegren, bibliotekarie och nordist, berättar om den nya översättningen och hur den skall presenteras i Göteborg.

Lau. 25 apríl Barnastarf

Sun. 26 apríl Guðsþjónusta kl. 14

8 til 10 maí  Fermingarmót á Ah stiftgard

Sun. 24 maí  Guðsþjónusta kl. 14

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Barnastarf í Gautaborg lau. 14. mars kl. 11.

Kæru vinir

Barnastarfið verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 14. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. 

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Bestu kveðjur, Ágúst

P.S.  Dagskrá kirkjustarfsins framundan

Sun. 22 mars Guðsþjónusta sameiginleg með V Frölundasöfnuði kl. 11.00

Menningardagskrá í kirkjukaffi. 

De isländska släktsagorna“ Joakim Lilljegren, bibliotekarie och nordist, berättar om den nya översättningen och hur den skall presenteras i Göteborg.

Lau. 28 mars Barnastarf

Lau. 25 apríl Barnastarf

Sun. 26 apríl Guðsþjónusta kl. 14

8 til 10 maí    Fermingarmót á Ah stiftgard

Sun. 24 maí  Guðsþjónusta kl. 14

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.