Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 9. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 10. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Herbjörn Þórðarsson syngur einsöng. Erik Mattisson leikur á trompet. Barnastund, smábarnahorn.
Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Estrid Brekkan sendiherra Íslands í Svíþjóð er gestur okkar og flytur ávarp.
Fermingarfræðsla í safnaðarheimilinu frá kl. 12 til 13 sama dag.
Verið velkomin!
Annað framundan:
Sun. 22. maí kl. 14 Fermingarguðsþjónusta
Föst. 17. júní kl. 17 Þjóðhátíð
Bestu kveðjur, Ágúst
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.