Jólahelgistund verður í Maria Magdalena kirkjunni í Lundi (ath nýja staðsetningu:Flygelvägen 1, Lund) á Þorláksmessu mánudag 23. des. kl. 17.00
Við hugleiðum boðskap jólahátíðar í tali og tónum á helgistund með allri fjölskyldunni.
Íslenski kórinn í Lundi syngur undir stjórn Halldórs Karvel Bjarnasonar, sem einnig leikur á gítar. Hildur Ylfa og Katrín Una Jónsdætur leika á víólur. Ólafur Jón Magnússson flytur hugvekju. María Guðrún Ljungberg les jólaguðspjallið. Umsjón Ágúst Einarsson
Verið velkomin!