Jólahelgistund á Þorláksmessu í Lundi

Jólahelgistund verður í Maria Magdalena kirkjunni í Lundi (ath nýja staðsetningu:Flygelvägen 1, Lund) á Þorláksmessu mánudag 23. des. kl. 17.00 

Við hugleiðum boðskap jólahátíðar í tali og tónum á helgistund með allri fjölskyldunni.   

Íslenski kórinn í Lundi syngur undir stjórn Halldórs Karvel Bjarnasonar, sem einnig leikur á gítar. Hildur Ylfa og Katrín Una Jónsdætur leika á víólur. Ólafur Jón Magnússson flytur hugvekju. María Guðrún Ljungberg les jólaguðspjallið. Umsjón Ágúst Einarsson 

Verið velkomin!

Aðventuhátíð og 30 ára afmæliskaffi

Aðventuhátíðin er sunnudaginn 8. desember kl. 14.00 í Västra Frölundakirkju. Fjölbreytt aðventudagskrá. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Hilda, Hjálmar og Jón Lekholm leika á fiðlu, píanó og básúnu. Píanóleik og einsöng annast Daniel Ralphsson. Þorvaldur Víðisson, prófastur, flytur hugvekju. 

Hátíðarkaffi eftir guðsþjónustu. 30 ára tímamóta kirkjustarfsins minnst með stuttri hátíðardagskrá þar sem ávörp eru flutt og Íslenski kórinn í Gautaborg syngur.

Verið velkomin!

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu er sama dag kl. 12.15

Sölubíll frá Grimsis er á bílaplani kirkjunnar eftir guðsþjónustu og hátíðarkaffi með íslenskt kjöt, fisk og sælgæti.

Bestu kveðjur, Ágúst