Þjóðhátíðardagur Íslands – í 80 ár
17. júní hátíðahöld í Gautaborg. Útihátíð verður haldin mánudaginn 17. júní kl. 17 (ath. tíma) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.
Þessa dagana er veður risjótt, vonandi sól úti, sól inni og sól í sinni En ef veðrið verður kalt/blautt höfum aðstöðu fyrir dagskrá og snæðing inni í safnaðarheimilinu.
Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin.
Dagskráin: Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar og leiðir almennan söng. Júlíus Sigmundsson leikur á píanó.Fjallkonan Guðný Ása Sveinsdóttir flytur ljóð. Christina Nilroth ræðismaður flytur ávarp.
Gleði og kátína í fögru umhverfi.
Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum frá kl. 16.30 og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! … eða til að taka með heim og grilla. Gott er að panta fyrirfram í síma 033 289095 eða með skilaboðum á order@grimsis.se
Þátttökugjald er 50kr á hvern fullorðinn, frítt fyrir börn (eða frjáls framlög). Við höfum kostnað vegna grillaðstöðu, tónlistar og húsnæðis. Vinsamlega swishið á: 123 572 45 62
Verið velkomin!
Hæ, hó jibbí jei og jibbíí jei!
Þjóðhátíðarnefndin