Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 27. janúar kl. 11.00.
Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.
Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.
Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Spaka hornið
- „Byrjaðu á að gera það sem er nauðsynlegt, síðan það sem er mögulegt og allt í einu geturðu gert hið ómögulega.“ St. Francis of Assisi (1181-1226)
- „Við verðum það sem við þykjumst vera, svo að við verðum að vanda okkur við það sem við þykjumst vera.“ Kurt Vonnegut
- Morgundagurinn er það mikilvægasta í lífinu. Hann kemur til okkar á miðnætti tandurhreinn. Hann er fullkominn og felur sig okkur á vald. Hann vonar að við höfum lært eitthvað af gærdeginum. John Wayne (1907-1979)
Viltu vera með í sóknarnefnd?
Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 25. febr. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja starfsemina. Á fundum nefndarinnar er ljúffeng súpa og brauð á boðstólnum og margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717
Dagskráin framundan:
Kaffi og spjall samvera verður miðvikudaginn 28 febrúar kl. 14
í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju. Við hittumst og á dagskrá er ”kaffi og spjall”. Umsjón hefur Guðný Ása Sveinsdóttir (gudny.sveinsdottir@bredband2.com eða sími 070 798 04 36)
Ef þú átt lausa stund og vilt hitta aðra Íslendinga er upplagt að koma á þessa samverustund.
Verið velkomin!
Barnastarfið
Lau. 3 febr. kl. 11 Kirkjuskóli
Lau. 24 febr. kl. 11 Kirkjuskóli
Lau. 10 mars kl. 11 Kirkjuskóli
Lau. 24 mars kl. 11 Kirkjuskóli
Lau. 14 apríl kl. 11 Kirkjuskóli
Lau. 28 apríl kl. 11 Kirkjuskóli
Guðsþjónustur
Sun 25 febr. kl. 14. Guðsþjónusta, aðalfundur
Sun 18 mars kl. 11. Guðsþjónusta, sameiginleg með V Frölunda söfnuði
Sun 22 apríl kl. 14. Guðsþjónusta, sendiherra Íslands í heimsókn
Sun 20 maí kl. 14. Guðsþjónusta, ferming, hvítasunnudagur
- júní Útihátíð í Västra Frölunda kl. 14.
Bestu kveðjur, Ágúst
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.