Barnastarf á laugardag 21/1 og guðsþjónusta á sunnudag 22/1

Sæl öll og gleðilegt nýtt ár!

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 21. janúar kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 22. janúar kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kórstjórn annast Lisa Fröberg. Altarisganga. Barnastund, smábarnahorn

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.  Verið velkomin!

# Barnastarfið á vormisseri

verður laugardagana: 4 febr // 4 mars // 18 mars // 1 apríl // 22 apríl

 

# Aðrar guðsþjónustur framundan:

Sun. 26 febrúar kl. 14. Aðalfundur eftir guðsþjónustu

Sun. 26 mars kl. 11  Boðunardagur Maríu

Ath. tíma, sameiginleg með V Frölunda söfnuði

Sun. 23 apríl kl. 14

Sun. 21 maí kl. 14. Ferming. Altarisganga.