Barnastarf og guðþjónusta helgina 22 til 23 febrúar í Gautaborg

Sæl og blessuð! 

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 22. febr. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.   

Verið velkomin! 

Íslensk guðsþjónusta verðurí V- Frölundakirkjusun. 23. febr. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Mitt faðirvor” lag: Árni Björnsson / texti: Kristján frá Djúpalæk og ”Móðursorg”, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og úts. Bára Grímsdóttir. 

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin! 

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.    

Bestu kveðjur, Ágúst 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur eru ráðgerðar sunnudaginn 23. mars., annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Speki í dagsins önn: 

”Bros skapar sólskin á heimilinu … fóstrar góðvild í viðskiptum … og er besta mótefnið við vandræðum.”  Höf ók 

”Tími og ást, það eru stærstu gjafirnar.” Tony Hawks 

”Blómgastu þar sem þér var plantað.“ Ella Grasso 

”Að hafa ánægju af starfi sínu og finnast það skipta máli – getur nokkuð annað verið skemmtilegra?“ Katherine Graham 

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.