Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 28. október kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.
Öll börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.
Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Næstu barnasamverur kirkjuskólans eru ráðgerðar 11 nóv. og 25 nóv.
Íslenskar guðsþjónustur verða sun. 12 nóv., 3 des. og 25 des.