Jólaguðsþjónusta annan dag jóla, jólatrésskemmtun og fleira

Vegna breyttra dagsetninga kemur hér yfirlit þess sem á dagskrá á aðventu, jólum og þrettánda 

í Íslendingasamfélaginu í Gautaborg.

Næsta barna– og fjölskyldusamvera á laugardegi verður í janúar

Nánar auglýst síðar.

Julsång í City í Dómkirkjunni í Gautaborg

Íslenski kórinn í Gautaborg tekur þátt og syngur.

þriðjudaginn 20. des. kl. 17.30

Hátíðarguðsþjónusta annan dag jóla. 

26. des. kl. 14 í Västra Frölunda kirkju.

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. 

Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. 

Organisti: Lisa Fröberg

Jólaskemmtun barnanna í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. 

Jólaballið verður á þrettándanum föst. 6. jan. kl. 14.

Dansað í kringum jólatréð, íslensku jólalögin sungin og hressir jólasveinar koma í heimsókn.

Pálínuboð – þátttakendur koma með veitingar á sameiginlegt borð. 

Kaffi og safi á staðnum. 

Spaka hornið:

”Þegar ég er, ef svo mætti segja, fyllilega með sjálfum mér, aleinn og í góðu skapi… á slíkum stundum fæðast bestu hugmyndirnar.” Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791)

”Þegar öllu er á botninn hvolft er líðandi stund hið eina örugga í lífinu.” Dinah Maria Mulock Craik (1820-1887)

”Ég trúði því hér áður fyrr að allt væri betra en ekkert. Nú veit ég að ekkert er stundum betra.  Glenda Jackson

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. 

Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62. Margt lítið gerir eitt stórt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *