Aðventuhátíð sunnudaginn 27. nóv. kl. 14

Aðventuhátíð verður í V-Frölundakirkju sunnudaginn 27. nóv. kl. 14.00.

Fjölbreytt aðventudagskrá: Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniel Ralphsson.Orgelleik annast Tómas Guðni Eggertsson. Sönghópur barna í íslenskunámi syngur undir stjórn Krístínar Pálsdóttur. Sr. Eiríkur Jóhannsson  fulltrúi prófasts flytur hugvekju. Prestur er Ágúst Einarsson.

Kirkjukaffi í safnaðarheimili. Íslenski kórinn syngur nokkur lög og nýr sendiherra í Svíþjóð, Bryndís Kjartansdóttir, flytur ávarp.

Verið velkomin!

Julsång í City í Dómkirkjunni

Íslenski kórinn í Gautaborg tekur þátt og syngur þri. 20. des. kl. 17.30. Ath. nauðsynlegt að mæta tímanlega til að fá sæti.

Hátíðarguðsþjónusta á jólum í Gautaborg.  Nánar auglýst síðar

Jólatrésskemmtun á þrettándanum.  Nánar auglýst síðar

Spaka hornið:

„Töfrar hins fjarlæga og erfiða eru blekking. Tækifærið er þar sem þú ert.“  John Burroughs (1837-1921)

„Bækur eru stilltastir og stöðugastir vina, nærtækustu og vitrustu ráðgjafarnir og þolinmóðustu kennararnir.“ Charles W. Eliot (1834-1926)

„Eftir vont veður verður gott hálfu betra.“ Íslenskur málsháttur

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.seStyrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62. Margt lítið gerir eitt stórt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *