Barnastarf laugardaginn 9 mars

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 9. mars kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Spaka hornið

„Taktu þér tíma til að hlæja, hlátur er tónlist sálarinnar.“  Gömul ensk speki

„Hin gullna regla góðrar hegðunar er gagnkvæmt umburðarlyndi, með vísan til þess að við sjáum ætíð sannleikann í brotum – og frá mismunandi sjónarhóli.“  Mahatma Gandhi (1869-1948)

„Þær stundir sem hugur okkar er fanginn af fegurð lífsins eru hinar einu sem við lifum til fulls.“  Richard Jefferies (1848-1887)

„A relaxed mind is a creative mind“

Bestu kveðjur,  Ágúst

Kirkjustarfið á vormisseri:

Lau. 23 mars Kirkjuskóli

Sun. 24 mars Guðsþjónusta með V Frölunda kl. 11 (athugið tímasetninguna kl. 11)

Lau. 6 apríl   Kirkjuskóli

Lau. 27 aprílKirkjuskóli

Sun. 28 apríl Guðsþjónusta kl. 14.  Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng.

10 til 12 maí Fermingarmót á Ah stiftgard

Sun. 9 júní    Guðsþjónusta kl. 14.  Hvítasunnudagur, ferming

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *