Þjóðhátíðardagurinn
- júní hátíðahöld í Gautaborg
Útihátíð verður laugardaginn 17. júní kl. 12 (ath tímasetningu) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju.
Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin. Útlit er fyrir mjög gott veður.
Á dagskrá: Almennur söngur, Ingvar og Júlli spila og syngja, almennur söngur, fjallkonan flytur ljóð … og leikir og kátína í fögru umhverfi.
Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! (… eða til að taka með heim og grilla). Val er um kótilettur, lærissneiðar eða lundir. Öruggast er að panta fyrirfram í síma 0733 28 94 61 eða á info@grimsis.se i síðasta lagi daginn áður.
Verið velkomin!
Bestu kveðjur, Ágúst
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi.
Sími 070 286 39 69. Netfang: kirkjan@telia.com Heimasíða: www.kirkjan.se
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum.
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.