Aðalfundur kirkjustarfsins 21 júní í Gautaborg

Aðalfundur kirkjustarfsins verðurmánudaginn 21. júní kl. 18.00 í safnaðarheimili Västra Frölundakirkjuí Gautaborg. Venjuleg aðalfundarstörf. 

Við hittumst loksins og bjóðum upp á léttan kvöldverð í tengslum við fundinn.

Allir eru velkomnir engott er að vita af þátttöku(með því að svara þessum pósti eða hringja í símanúmer hér að neðan),en einnig er í lagi að bara mæta.

Verið velkomin

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins. Í sóknarnefnd eru núna; Birna, Guðni, Rósa, Halla, Björn og Einar.  Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla kirkjulega og menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.

Samstarf á landsvísu í Svíþjóð

Sóknarnefndarfólk er búsett í Gautaborg og nágrenni. En við óskum eftir samstarfsaðilum sem búsettir eru á öðrum stöðum í Svíþjóð. Við biðjum áhugasama að hafa samband við okkur. Við viljum athuga möguleika á barna- og fjölskyldustarfi og annarri menningarstarfsemi víða um land.

Velkomið að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969eða kirkjan@telia.com

eða Birnu formann s. 0702453717eða birna@islendingafelag.com

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *