Opið hús og helgistund á sunnudag kl. 14 í Gautaborg

Um helgina var ráðgerð guðsþjónusta hjá okkur. Í stað þess að aflýsa viljum við breyta til og prófa okkur áfram með óformlega samkomu sem tekur tillit til sóttvarnarreglna.

Verið velkomin á opið hús og íslenska helgistund í safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju sunnudaginn 8. nóv. kl. 14 til 15.

Tónlist flutt, textar og ljóð til íhugunar, hver og ein/n getur skrifað bæn, kveikt á kerti … hægt er að koma og fara eða setjast eftir því sem hver vill.

Lisa Fröberg leikur á píanóið og prestur er Ágúst Einarsson. 

Kaffi á könnunni á sama tíma.

Opna húsið er í Stóra salnum í safnaðarheimilinu vegna þess að viðgerð fer fram í kirkjunni. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hreinlæti og fjarlægð milli einstaklinga. 

Verið velkomin!

Spaka hornið    Bænir:

Góði Guð, í dag hef ég ekki talað illa um neinn, ég hef ekki misst móðinn.

Ég hef ekki verið geðstirð/ur, viðskotaill/ur eða sjálfselsk/ur.

En eftir nokkrar mínútur fer ég fram úr rúminu og frá þeirri stund þarf ég talsverða hjálp frá þér.  Amen    (Kristina Raftel)

Guð gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, 

kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin)

P.S.  Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku og helgihald á aðventu er nær dregur. 

Bestu kveðjur, Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *