Við bíðum átekta með samkomuhald

Kæru vinir

Á þessum varhugaverðu tímum aflýsum við samkomuhaldi til að fyrirbyggja smit af völdum coronuveirunnar. Þess vegna verður ekki barnasamvera núna á laugardaginn 14/11. 

Í framhaldi af því munum við áfram fylgjast með leiðbeiningum yfirvalda.

Það er óljóst á þessari stundu hvort við getum haft samkomu á aðventu, en nánar auglýst er nær dregur.

Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum. 

Með kærleikskveðju,

Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.

Brosmilda hornið 

# Allir íbúar jarðarinnar brosa á sama tungumáli.         Ók. höf

# Bros er ódýrasta fegrunarlyf sem fyrirfinnst.             Ók. höf

# Brosið er hvísl hlátursins.                                            Leo J Burke

# Bros kostar minna en rafmagn en ber meiri birtu.     Skoskt máltæki

# Bros er ljós í andlitsglugganum sem sýnir að hjartað er heima.      Henry Ward Beecher

# Deild gleði er tvöföld gleði, deild sorg er hálf sorg.                         Sænskt máltæki

# Ánægjan er okkar besta eign.                                     William Shakespeare

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *