Barnasamvera, söngstund og fermingarfræðsla á laugardag 11/11 í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 11. nóv. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

Barnasöngstund með Kristínu Pálsdóttur á sama stað lau. 11. nóv. kl. 12.00. Jólalög sungin og æfð fyrir aðventuhátíð, farið í leiki og fleira. 

Fræðslustund með unglingum í fermingarfræðslu verður í safnaðarheimilinu efri hæð, lau. 11. nóv. 13.00

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf, guðsþjónusta og hausttónleikar helgina 21. til 22. okt.

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 21. okt. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Guðsþjónusta sunnudaginn 22 október í Þýsku kirkjunni (við Brunnsparken) kl. 11.00 (athugið tímsetninguna) með öðrum erlendum söfnuðum í Gautaborg. Ólík tungumál kristallast í þessari guðsþjónustu. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: „Smávinir fagrir“ Jón Nordak/Jónas Hallgrímsson og „Hjá lygnri móðu“ Jón Ásgeirsson/Halldór Laxness.  Haga-Christinaekören syngur. Ágúst Einarsson predikar. Altarisganga. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Haustkonsert sunnudaginn 22. október kl. 18.00 í Västra Frölunda kirkju með þátttöku Íslenska kórsins í Gautaborg undir stjórn Daniels Ralphssonar.

Välkomna till en konsert i Västra Frölunda kyrka, i höstens tecken, där du bland annat kommer att få höra Pie Jesu av Andrew Lloyd Webber, Stad i ljus av Py Bäckman och sjunga med i Tove Janssons Höstvisa. Fri entré!

Medverkande:
Isländska kören och Frölunda kyrkokör
Wulfson Quartet

Helena Sjöstrand Svenn, sopransolist
Thomas Jönsson, bassolist
Daniel Ralphsson, tenorsolist och körledare
Maria Lindqvist Renman, organist och körledare

Sjá: https://www.facebook.com/events/343420594803974/

Dagskráin framundan:

11. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili

25. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

10. des. Annar sun. í aðventu kl. 14. Aðventuhátíð með fjölbreyttri aðventudagskrá.

26. des. Annar jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.

Bestu kveðjur, Ágúst

Bókasamvera á föst. kl. 17 og barnastund á lau. kl. 11

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardag 30. sept. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Einnig er vakin athygli á:

Bókasamvera fyrir börn og fullorðna – Ævar Þór Benediktsson barnabókarithöfundur kemur í heimsókn

Staður: Oddfellow húsið á Vasagatan 9 Gb Stund: Föstudaginn 29. sept. kl. 17Umsjón Kristín Pálsdóttir í samráði við Sendiráð Íslands í Sto.

Dagskráin framundan:

6. – 8. október Fermingarmót á ÅH stiftgård.

21. okt. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

22. okt. sun kl. 11. Sameiginleg guðsþjónusta með erlendum söfnuðum í Þýsku kirkjunni.

11. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

25. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

10. des. Annar sun. í aðventu kl. 14. Aðventuhátíð með fjölbreyttri aðventudagskrá.

26. des. Annar jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.

Spaka hornið:

”Bros skapar sólskin á heimilinu … fóstrar góðvild í viðskiptum … og er besta mótefnið við vandræðum.”  Höf ók

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Haustdagskrá kirkjustarfsins í Gautaborg hefst helgina 16 til 17 sept

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 16. sept. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusun. 17. sept. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar.  Kórinn flytur: ”Hjá lygnri móðu” Lag/texti: Jón Ásgerisson/Halldór Laxness.  ”Dag i senn” Lag/texti: O.Ahnfelt/Sigurbjörn Einarsson, úts Klas Hjortstam.  

Orgelleik annast Tony Sjöström. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Í tengslum við guðsþjónustuna (17/9 kl. 14.) verður fræðslufundur með fermingarbörnum kl. 11.30 og fundur með foreldrum fermingarbarna kl. 12.30 í safnaðarheimilinuÍ Gautaborg og nágrenni eru 7 unglingar skráðir í fermingarfræðslu og 13 til viðbótar sem búa annars staðar í Svíþjóð. Hópurinn hittist allur á fermingarmóti helgina 6 til 8 október á ÅH stiftgård.

Bókasamvera fyrir börn og fullorðna – Ævar Þór Benediktsson barnabókarithöfundur kemur í heimsókn

Staður: Oddfellow húsið á Vasagatan 9 Gb Stund: Föstudaginn 29. sept. kl. 17 Umsjón Kristín Pálsdóttir í samráði við Sendiráð Íslands í Sto.

Dagskráin framundan:

30. sept. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

6. – 8. október Fermingarmót á ÅH stiftgård.

21. okt. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

22. okt. sun kl. 11. Sameiginleg guðsþjónusta með erlendum söfnuðum í Þýsku kirkjunni.

11. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

25. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

10. des. Annar sun. í aðventu kl. 14. Aðventuhátíð með fjölbreyttri aðventudagskrá.

26. des. Annar jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Bókasamvera fyrir börn föst. 29. sept kl. 17 í Oddfellowhúsinu

Bókasamvera fyrir börn og fullorðna – Ævar Þór Benediktsson barnabókarithöfundur kemur í heimsókn

Kæru landar í Gautaborg og nágrenni. Föstudaginn 29. september kemur Ævar Þór Benediktsson í heimsókn og býður öllum börnum og foreldrum að koma og hlusta þegar hann les úr bókum sínum og segir frá starfi sínu. Staðurinn er Oddfellow húsið á Vasagatan 9 Gautaborg, kl. 17.00

Húsið opnar 16.45 og mikilvægt að koma tímanlega. Það er ókeypis aðgangur, möguleiki að kaupa bækur og dagskráin tekur rúma klukkustund.

Ævar Þór er hér í sambandi við bókaþingið og gefur okkur tækifæri til að hlusta á upplestur og til samtals. Bókasamveran er í samvinnu við Sendiráð Íslands og við þökkum kærlega fyrir þann styrk.

Ég hlakka til að sjá sem flesta og verið hjartanlega velkomin.

Ég óska þess að þið sem hafið áhuga á að koma sendið skilaboð um fjölda á netfangið: kristin@palsdottir.se

Bestu kveðjur, Kristín Pálsdóttir

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum, boðið er upp á fræðslusamverur og auk þess notum við símtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur er til 2 sept.  Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá fyllri upplýsingar og/eða fá skráningarblað sent til baka.

Fermingarmót í október

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 6.-8. okt. 2023.  Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi.  Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Við reiknum með um 60 unglingum og ungleiðtogum á mótið og um 10 fullorðnir eru líka með til að hafa umsjón með hópnum. Íslenskir unglingar í fermingarfræðslu frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku hittast á þessu móti.

Fræðsla og kirkjusókn í vetur

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Fræðslufundir eru í tengslum við íslenskar guðsþjónustur. Einnig er boðið upp á símakennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Fermingarmót í apríl 2024

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, áætlað vormót er 26 til 28 apríl 2024.

Fermingardagar

Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi. Fermingarguðsþjónustur eru yfirleitt í maímánuði hér Svíþjóð.

Unglingarnir geta fengið leyfi til að fermast fyrr eða í kringum páska 2024 á Íslandi þó fermingarfræðslu sé ekki lokið hér hjá okkur, en skuldbinda sig þá til að koma á seinna fermingarmótið og ljúka kennsluprógramminu.

Skráning stendur yfir eða til 2. september

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu næsta vetur þurfa að skrá sig sem fyrst eða fyrir 2. sept. Vinsamlegast hafið samband á kirkjan@telia.com og biðjið um skráningarblað, einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

Íslenskukennari óskast í Gautaborg

Við viljum vekja athygli á að lausu starfi í móðurmálskennslu fyrir íslensk börn í Gautaborg. Um er að ræða hlutastarf frá 10. ágúst 2023. Kennslustarfið er á vegum bæjarstjórnar Gautaborgar og umsóknarfrestur er til 30. júní 2023.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér: Modersmålslärare i isländska till Språkcentrum – Lediga jobb i Göteborgs Stad – Göteborgs Stad (goteborg.se)

Það má hafa má samband við Amor deildarstjóra hjá Språkcentrum í Gautaborg.  

Amor Segerhammar Lutfi Selmani

Enhetschef Sveriges Lärare

031-367 04 61 031-701 55 34

lutfi.selmani@fvsverigeslarare.se

Einnig getur Kristín Pálsdóttir, sem sinnt hefur starfinu, veitt upplýsingar og hafa má samband við hana á netfangið: kristin@palsdottir.se

17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Þjóðhátíðardagur Íslands

17. júní hátíðahöld í Gautaborg.   Útihátíð verður haldin laugardaginn 17. júní kl. 14 (ath. tíma) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju

Útlit er fyrir ágætis veður; sól úti, sól inni og sól í sinni. Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin (gasgrill á malbiki og stöngustu kröfur).

Á dagskrá: Félagar úr Íslenska kórnum í Gautaborg leiða almennan söngJúlíus Sigmundsson leikur á píanó.Fjallkonan Arna Kristín Einarsdóttir flytur ljóð. Christina Nilroth ræðismaður flytur ávarp. Gleði og kátína í fögru umhverfi.  

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum kl. 13.30 -14.30 og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! … eða til að taka með heim og grilla. Gott er að panta fyrirfram í síma 033 289095 eða með skilaboðum á order@grimsis.se

Nú hafa styrkir til íslensku starfseminnar minnkað verulega. Við leitum til ykkar sem njótið aðstöðunnar og tökum þakklát við styrkjum upp í kostnað; 50kr á hvern fullorðinn eða frjáls framlög.

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62

Verið velkomin!

Hæ, hó jibbí jei og jibbíí jei!

Þjóðhátíðarnefndin

Vorhátíðarguðsþjónusta sun. 28. maí kl. 14.00 og aðalfundur

Sunnudaginn 28. maí verður Vorhátíðarguðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju kl. 14.00.Íslenski kórinn í Gautaborg syngur, kórinn flytur: Söng Gabríellu ísl. texti Kristinn Jóhannesson og Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Fermd verða: Indíana Morthens og Vilmundur Emil Morthens. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili, þar sem 

aðalfundur kirkjustarfsins verður einnig í framhaldi, venjuleg aðalfundarstörf.

Verið velkomin!

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 28. maí. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Í Västra Frölunda á 17 júní.

Lau. 17. júní kl. 14.00 Hátiðarsamvera útivið í fögru umhverfi við safnarheimilið.   

Söngur, ávarp, fjallkona og fl. Nánar auglýst síðar.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Barnastarf laugardag 22 apr. og guðsþjónusta sunnudag 23 apr. í Gautaborg

Gleðilegt sumar!  Minni á að í dag er síðasti vetrardagur og rammíslenski Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur á morgun! 😉

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 22. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 23. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. 

Kórinn flytur: Sumarkveðju / „Ó, blessuð vertu sumarsól“ eftir Inga T. Lárusson/Pál Ólafsson og „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Emil Thoroddsen/Huldu,  

Orgelleik annast Franz Lundberg Pålbrand. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Bestu kveðjur, Ágúst

Spaka hornið:

”Tími og ást, það eru stærstu gjafirnar.” Tony Hawks

”Blómgastu þar sem þér var plantað.“ Ella Grasso

”Að hafa ánægju af starfi sínu og finnast það skipta máli – getur nokkuð annað verið skemmtilegra?“ Katherine Graham

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.