Vorhátíðarguðsþjónusta sun. 28. maí kl. 14.00 og aðalfundur

Sunnudaginn 28. maí verður Vorhátíðarguðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju kl. 14.00.Íslenski kórinn í Gautaborg syngur, kórinn flytur: Söng Gabríellu ísl. texti Kristinn Jóhannesson og Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Fermd verða: Indíana Morthens og Vilmundur Emil Morthens. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili, þar sem 

aðalfundur kirkjustarfsins verður einnig í framhaldi, venjuleg aðalfundarstörf.

Verið velkomin!

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 28. maí. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Í Västra Frölunda á 17 júní.

Lau. 17. júní kl. 14.00 Hátiðarsamvera útivið í fögru umhverfi við safnarheimilið.   

Söngur, ávarp, fjallkona og fl. Nánar auglýst síðar.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Barnastarf laugardag 22 apr. og guðsþjónusta sunnudag 23 apr. í Gautaborg

Gleðilegt sumar!  Minni á að í dag er síðasti vetrardagur og rammíslenski Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur á morgun! 😉

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 22. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 23. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. 

Kórinn flytur: Sumarkveðju / „Ó, blessuð vertu sumarsól“ eftir Inga T. Lárusson/Pál Ólafsson og „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Emil Thoroddsen/Huldu,  

Orgelleik annast Franz Lundberg Pålbrand. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Bestu kveðjur, Ágúst

Spaka hornið:

”Tími og ást, það eru stærstu gjafirnar.” Tony Hawks

”Blómgastu þar sem þér var plantað.“ Ella Grasso

”Að hafa ánægju af starfi sínu og finnast það skipta máli – getur nokkuð annað verið skemmtilegra?“ Katherine Graham

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta í Gautaborg helgina 25 til 26 mars

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

Íslensk-sænsk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 26. mars kl. 11.00 (ath tímasetninguna). Guðsþjónustan er sameiginleg með V-Frölunda söfnuði. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: „Ég vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur, gamalt helgikvæði og „Vorið kemur“, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum með lagi eftir Valgeir Guðjónsson. 

Orgelleik annast Maria Lindkvist Renman. Prestar eru Ingrid Svenson og Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin!

Ljóðahornið: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, úr 1 sálmi

Upp, upp mín sál og allt mitt geð 

upp mitt hjarta og rómur með, 

hugur og tunga hjálpi til. 

Herrans pínu ég minnast vil.

Ljúfan Jesúm til lausnar mér 

langaði víst að deyja hér

Mig skyldi og lysta að minnast þess 

mínum Drottni til þakklætis.

Hvar fær þú glöggvar, sál mín, séð 

sanna Guðs ástar hjartageð, 

en faðir gæskunnar fékk til mín, 

framar en hér í Jesú pín.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Barnastarf í Gautaborg lau. 11. mars kl. 11

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 11. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Spaka hornið:

”Töfrar hins fjarlæga og erfiða eru villandi. Stóra tækifærið er þar sem þú ert.” (John Burroughs 1837-1921)

”Þær stundir sem hugur okkar er fanginn af fegurð lífsins eru hinar einu sem við lifum til fulls.” (Ricard Jefferies 1848-1887).

”Að una glaður við sitt er öllum auði betra.” (Cicero 106-43 f. Kr.)

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Barnastarf og guðsþjónusta helgina 25 til 26 febrúar í Gautaborg

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju sunnudaginn 26. febr. kl. 14.00 

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: The Lords Prayer, Spiritualsöng frá Vestur-Indíum.

Orgelleik annast Maria Lindkvist Renman. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Spaka hornið:

”Óhagganlegt merki um visku er að sjá kraftaverkið í hinu fábreytta.” Ralph Waldo Emerson 1803-1882

Þrjár vinnureglur Einsteins: 

  1. Úr ringulreið finndu einfaldleika. 2. Úr ósamstæðu gerðu samræmi. 3. Í vandamálunum miðjum bíða tækifærin.  Albert Einstein 1879-1955

 ”Gerðu sjálfan þig nauðsynlega/n einhverjum.” Ralph Waldo Emerson 1803-1882

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Íslensk barna- og fjölskyldusamvera lau 4 febr í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 11.00

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. 

Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  

Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Spaka hornið:

”Þegar einhver er of þreyttur til að gefa þér bros, gefðu þá eitt af þínum.” Ók

”Að geta fundið gleði í gleði annarra; það er leyndardómur hamingjunnar.” Georges Bernanos

”Andartakið eigum við öll jafnt.” Markús Árelíus (121-180 e. Kr.)

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta um helgina (21 og 22 jan.) í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 21. janúar kl. 11.00

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. 

Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  

Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 22. janúar kl. 14.00 

Þema: Tíminn og trúin. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Flutt verða: 

Heill þér himneska orð, Lag: Gabriel Fauré, Texti: Böðvar Guðmundsson.

Hymn, Lag: W A Mozart, Texti: Kristinn Jóhannesson. 

Okkur kært úr kvikmyndinni „Frosinn II“, Lag: Robert Lopez og Kristen Anderson-Lopez.  Texti Haraldur G. Haraldsson.

Orgelleik annast Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin!

Spaka hornið:

„Menn mun aldrei skorta undur og furðuverk, einungis hæfileikann til að undrast.“  G.K.Chesterton (1874-1936)

„Við erum það sem við þykjumst vera, svo að við verðum að vanda okkur við það sem við þykjumst vera.“ Kurt Vonnegut

„Byrjaðu á því að gera það sem er nauðsynlegt, síðan það sem er mögulegt og allt í einu geturðu gert hið ómögulega.“ St Francis of Assisi (1181-1226)

Bestu kveðjur, Ágúst

Íslensk hátíðarguðsþjónusta annan dag jóla í Gautaborg

Sæl verið þið öll í jólaönnum.

Minni á:

Hátíðarguðsþjónusta verður annan dag jóla. 

26. desember kl. 14.00 í Västra Frölunda kirkju í Gautaborg

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. 

Orgelleik annast Lisa Fröberg og prestur er Ágúst Einarsson.

Verið velkomin!

Eftir áramót er þetta á dagskrá:

Jólaskemmtun barnanna í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. 

Jólaballið verður á þrettándanum föst. 6. jan. kl. 14.

Dansað í kringum jólatréð, íslensku jólalögin sungin og hressir jólasveinar koma í heimsókn.

Pálínuboð – þátttakendur koma með veitingar á sameiginlegt borð. 

Kaffi og safi á staðnum. 

Spaka hornið:

„Hamingjan er listin að búa til vönd úr þeim blómum sem hendi er næst.“  Bob Goddard

„Lát hið undarlega aðdráttarafl þess sem þú elskar toga þig hljóðlega áfram. Það mun ekki leiða þig á villigötur. Jalal Al-din Rumi (1207-1273)

„Sólin rís á nýjum degi, tvístrar gærdeginum í minningar. Hvað sem angraði þig í fortíðinni, er framtíðin full af tækifærum, full af von.“ Stuart & Linda Macfarlane

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. 

Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.Margt lítið gerir eitt stórt.

Jólaguðsþjónusta annan dag jóla, jólatrésskemmtun og fleira

Vegna breyttra dagsetninga kemur hér yfirlit þess sem á dagskrá á aðventu, jólum og þrettánda 

í Íslendingasamfélaginu í Gautaborg.

Næsta barna– og fjölskyldusamvera á laugardegi verður í janúar

Nánar auglýst síðar.

Julsång í City í Dómkirkjunni í Gautaborg

Íslenski kórinn í Gautaborg tekur þátt og syngur.

þriðjudaginn 20. des. kl. 17.30

Hátíðarguðsþjónusta annan dag jóla. 

26. des. kl. 14 í Västra Frölunda kirkju.

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. 

Herbjörn Þórðarson syngur einsöng. 

Organisti: Lisa Fröberg

Jólaskemmtun barnanna í safnaðarheimili V-Frölundakirkju. 

Jólaballið verður á þrettándanum föst. 6. jan. kl. 14.

Dansað í kringum jólatréð, íslensku jólalögin sungin og hressir jólasveinar koma í heimsókn.

Pálínuboð – þátttakendur koma með veitingar á sameiginlegt borð. 

Kaffi og safi á staðnum. 

Spaka hornið:

”Þegar ég er, ef svo mætti segja, fyllilega með sjálfum mér, aleinn og í góðu skapi… á slíkum stundum fæðast bestu hugmyndirnar.” Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791)

”Þegar öllu er á botninn hvolft er líðandi stund hið eina örugga í lífinu.” Dinah Maria Mulock Craik (1820-1887)

”Ég trúði því hér áður fyrr að allt væri betra en ekkert. Nú veit ég að ekkert er stundum betra.  Glenda Jackson

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. 

Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62. Margt lítið gerir eitt stórt.

Aðventuhátíð sunnudaginn 27. nóv. kl. 14

Aðventuhátíð verður í V-Frölundakirkju sunnudaginn 27. nóv. kl. 14.00.

Fjölbreytt aðventudagskrá: Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniel Ralphsson.Orgelleik annast Tómas Guðni Eggertsson. Sönghópur barna í íslenskunámi syngur undir stjórn Krístínar Pálsdóttur. Sr. Eiríkur Jóhannsson  fulltrúi prófasts flytur hugvekju. Prestur er Ágúst Einarsson.

Kirkjukaffi í safnaðarheimili. Íslenski kórinn syngur nokkur lög og nýr sendiherra í Svíþjóð, Bryndís Kjartansdóttir, flytur ávarp.

Verið velkomin!

Julsång í City í Dómkirkjunni

Íslenski kórinn í Gautaborg tekur þátt og syngur þri. 20. des. kl. 17.30. Ath. nauðsynlegt að mæta tímanlega til að fá sæti.

Hátíðarguðsþjónusta á jólum í Gautaborg.  Nánar auglýst síðar

Jólatrésskemmtun á þrettándanum.  Nánar auglýst síðar

Spaka hornið:

„Töfrar hins fjarlæga og erfiða eru blekking. Tækifærið er þar sem þú ert.“  John Burroughs (1837-1921)

„Bækur eru stilltastir og stöðugastir vina, nærtækustu og vitrustu ráðgjafarnir og þolinmóðustu kennararnir.“ Charles W. Eliot (1834-1926)

„Eftir vont veður verður gott hálfu betra.“ Íslenskur málsháttur

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.seStyrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu. Styrktarframlög eru vel þegin inn á söfnunarreikning íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62. Margt lítið gerir eitt stórt