Haustdagskrá kirkjustarfsins í Gautaborg hefst helgina 16 til 17 sept

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 16. sept. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusun. 17. sept. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar.  Kórinn flytur: ”Hjá lygnri móðu” Lag/texti: Jón Ásgerisson/Halldór Laxness.  ”Dag i senn” Lag/texti: O.Ahnfelt/Sigurbjörn Einarsson, úts Klas Hjortstam.  

Orgelleik annast Tony Sjöström. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

Í tengslum við guðsþjónustuna (17/9 kl. 14.) verður fræðslufundur með fermingarbörnum kl. 11.30 og fundur með foreldrum fermingarbarna kl. 12.30 í safnaðarheimilinuÍ Gautaborg og nágrenni eru 7 unglingar skráðir í fermingarfræðslu og 13 til viðbótar sem búa annars staðar í Svíþjóð. Hópurinn hittist allur á fermingarmóti helgina 6 til 8 október á ÅH stiftgård.

Bókasamvera fyrir börn og fullorðna – Ævar Þór Benediktsson barnabókarithöfundur kemur í heimsókn

Staður: Oddfellow húsið á Vasagatan 9 Gb Stund: Föstudaginn 29. sept. kl. 17 Umsjón Kristín Pálsdóttir í samráði við Sendiráð Íslands í Sto.

Dagskráin framundan:

30. sept. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

6. – 8. október Fermingarmót á ÅH stiftgård.

21. okt. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

22. okt. sun kl. 11. Sameiginleg guðsþjónusta með erlendum söfnuðum í Þýsku kirkjunni.

11. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

25. nóv. lau. kl. 11. Barna og fjölskyldusamvera í safnaðarheimili.

10. des. Annar sun. í aðventu kl. 14. Aðventuhátíð með fjölbreyttri aðventudagskrá.

26. des. Annar jóladagur kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Bókasamvera fyrir börn föst. 29. sept kl. 17 í Oddfellowhúsinu

Bókasamvera fyrir börn og fullorðna – Ævar Þór Benediktsson barnabókarithöfundur kemur í heimsókn

Kæru landar í Gautaborg og nágrenni. Föstudaginn 29. september kemur Ævar Þór Benediktsson í heimsókn og býður öllum börnum og foreldrum að koma og hlusta þegar hann les úr bókum sínum og segir frá starfi sínu. Staðurinn er Oddfellow húsið á Vasagatan 9 Gautaborg, kl. 17.00

Húsið opnar 16.45 og mikilvægt að koma tímanlega. Það er ókeypis aðgangur, möguleiki að kaupa bækur og dagskráin tekur rúma klukkustund.

Ævar Þór er hér í sambandi við bókaþingið og gefur okkur tækifæri til að hlusta á upplestur og til samtals. Bókasamveran er í samvinnu við Sendiráð Íslands og við þökkum kærlega fyrir þann styrk.

Ég hlakka til að sjá sem flesta og verið hjartanlega velkomin.

Ég óska þess að þið sem hafið áhuga á að koma sendið skilaboð um fjölda á netfangið: kristin@palsdottir.se

Bestu kveðjur, Kristín Pálsdóttir

Fermingarfræðsla Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð

Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr. Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum, boðið er upp á fræðslusamverur og auk þess notum við símtöl og tölvupóst til að vera í tengslum.

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur er til 2 sept.  Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá fyllri upplýsingar og/eða fá skráningarblað sent til baka.

Fermingarmót í október

Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 6.-8. okt. 2023.  Hópurinn hittist á brautarstöðinni í Gautaborg á föstudegi.  Við förum með rútu til Åh stiftgård sem er 70 km fyrir norðan Gautaborg. Komum aftur til Gautaborgar um hádegi á sunnudegi og þaðan taka allir lest eða rútu heim.

Á fermingarmótinu gefst tækifæri til að kynnast og byrja fræðsluna af krafti. Á mótinu samtvinnum við nám, leik og skemmtilega samveru. Við reiknum með um 60 unglingum og ungleiðtogum á mótið og um 10 fullorðnir eru líka með til að hafa umsjón með hópnum. Íslenskir unglingar í fermingarfræðslu frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku hittast á þessu móti.

Fræðsla og kirkjusókn í vetur

Fræðslan heldur áfram eftir fermingarmótið með því að unglingarnir sækja guðsþjónustur í heimabyggð og skila verkefnum með tölvupósti. Fræðslufundir eru í tengslum við íslenskar guðsþjónustur. Einnig er boðið upp á símakennslutíma fyrir þá sem ekki komast í kennslustundir tengdar íslensku helgihaldi.

Fermingarmót í apríl 2024

Að vori hittist hópurinn að nýju á sama stað, áætlað vormót er 26 til 28 apríl 2024.

Fermingardagar

Það er valfrjálst hvort fermingin fari fram í Svíþjóð eða á Íslandi. Fermingarguðsþjónustur eru yfirleitt í maímánuði hér Svíþjóð.

Unglingarnir geta fengið leyfi til að fermast fyrr eða í kringum páska 2024 á Íslandi þó fermingarfræðslu sé ekki lokið hér hjá okkur, en skuldbinda sig þá til að koma á seinna fermingarmótið og ljúka kennsluprógramminu.

Skráning stendur yfir eða til 2. september

Þeir sem vilja vera með í fermingarfræðslu næsta vetur þurfa að skrá sig sem fyrst eða fyrir 2. sept. Vinsamlegast hafið samband á kirkjan@telia.com og biðjið um skráningarblað, einnig er velkomið að leita frekari upplýsinga hjá undirrituðum í síma 070 286 39 69.

Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð.

Íslenskukennari óskast í Gautaborg

Við viljum vekja athygli á að lausu starfi í móðurmálskennslu fyrir íslensk börn í Gautaborg. Um er að ræða hlutastarf frá 10. ágúst 2023. Kennslustarfið er á vegum bæjarstjórnar Gautaborgar og umsóknarfrestur er til 30. júní 2023.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna hér: Modersmålslärare i isländska till Språkcentrum – Lediga jobb i Göteborgs Stad – Göteborgs Stad (goteborg.se)

Það má hafa má samband við Amor deildarstjóra hjá Språkcentrum í Gautaborg.  

Amor Segerhammar Lutfi Selmani

Enhetschef Sveriges Lärare

031-367 04 61 031-701 55 34

lutfi.selmani@fvsverigeslarare.se

Einnig getur Kristín Pálsdóttir, sem sinnt hefur starfinu, veitt upplýsingar og hafa má samband við hana á netfangið: kristin@palsdottir.se

17. júní hátíðahöld í Gautaborg

Þjóðhátíðardagur Íslands

17. júní hátíðahöld í Gautaborg.   Útihátíð verður haldin laugardaginn 17. júní kl. 14 (ath. tíma) á lóðinni við safnaðarheimili Västra Frölunda kirkju

Útlit er fyrir ágætis veður; sól úti, sól inni og sól í sinni. Þeir sem vilja geta tekið með sér nestiskörfu og aðstaða er til að grilla, við kyndum grillin (gasgrill á malbiki og stöngustu kröfur).

Á dagskrá: Félagar úr Íslenska kórnum í Gautaborg leiða almennan söngJúlíus Sigmundsson leikur á píanó.Fjallkonan Arna Kristín Einarsdóttir flytur ljóð. Christina Nilroth ræðismaður flytur ávarp. Gleði og kátína í fögru umhverfi.  

Sölubíll frá Grimsis verður á staðnum kl. 13.30 -14.30 og selur íslenskan fisk, kjöt og sælgæti. Einnig er hægt að kaupa kryddlegið lambakjöt tilbúið beint á grillið! … eða til að taka með heim og grilla. Gott er að panta fyrirfram í síma 033 289095 eða með skilaboðum á order@grimsis.se

Nú hafa styrkir til íslensku starfseminnar minnkað verulega. Við leitum til ykkar sem njótið aðstöðunnar og tökum þakklát við styrkjum upp í kostnað; 50kr á hvern fullorðinn eða frjáls framlög.

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62

Verið velkomin!

Hæ, hó jibbí jei og jibbíí jei!

Þjóðhátíðarnefndin

Vorhátíðarguðsþjónusta sun. 28. maí kl. 14.00 og aðalfundur

Sunnudaginn 28. maí verður Vorhátíðarguðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju kl. 14.00.Íslenski kórinn í Gautaborg syngur, kórinn flytur: Söng Gabríellu ísl. texti Kristinn Jóhannesson og Vorlauf eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Orgelleik annast Lisa Fröberg. Fermd verða: Indíana Morthens og Vilmundur Emil Morthens. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi, kaffi og spjall eftir guðsþjónustu í safnaðarheimili, þar sem 

aðalfundur kirkjustarfsins verður einnig í framhaldi, venjuleg aðalfundarstörf.

Verið velkomin!

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu sun. 28. maí. n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Birnu formann s. 0702453717

Í Västra Frölunda á 17 júní.

Lau. 17. júní kl. 14.00 Hátiðarsamvera útivið í fögru umhverfi við safnarheimilið.   

Söngur, ávarp, fjallkona og fl. Nánar auglýst síðar.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Barnastarf laugardag 22 apr. og guðsþjónusta sunnudag 23 apr. í Gautaborg

Gleðilegt sumar!  Minni á að í dag er síðasti vetrardagur og rammíslenski Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur á morgun! 😉

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 22. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 23. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. 

Kórinn flytur: Sumarkveðju / „Ó, blessuð vertu sumarsól“ eftir Inga T. Lárusson/Pál Ólafsson og „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Emil Thoroddsen/Huldu,  

Orgelleik annast Franz Lundberg Pålbrand. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Bestu kveðjur, Ágúst

Spaka hornið:

”Tími og ást, það eru stærstu gjafirnar.” Tony Hawks

”Blómgastu þar sem þér var plantað.“ Ella Grasso

”Að hafa ánægju af starfi sínu og finnast það skipta máli – getur nokkuð annað verið skemmtilegra?“ Katherine Graham

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta í Gautaborg helgina 25 til 26 mars

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

Íslensk-sænsk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 26. mars kl. 11.00 (ath tímasetninguna). Guðsþjónustan er sameiginleg með V-Frölunda söfnuði. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: „Ég vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur, gamalt helgikvæði og „Vorið kemur“, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum með lagi eftir Valgeir Guðjónsson. 

Orgelleik annast Maria Lindkvist Renman. Prestar eru Ingrid Svenson og Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin!

Ljóðahornið: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, úr 1 sálmi

Upp, upp mín sál og allt mitt geð 

upp mitt hjarta og rómur með, 

hugur og tunga hjálpi til. 

Herrans pínu ég minnast vil.

Ljúfan Jesúm til lausnar mér 

langaði víst að deyja hér

Mig skyldi og lysta að minnast þess 

mínum Drottni til þakklætis.

Hvar fær þú glöggvar, sál mín, séð 

sanna Guðs ástar hjartageð, 

en faðir gæskunnar fékk til mín, 

framar en hér í Jesú pín.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Barnastarf í Gautaborg lau. 11. mars kl. 11

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 11. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Spaka hornið:

”Töfrar hins fjarlæga og erfiða eru villandi. Stóra tækifærið er þar sem þú ert.” (John Burroughs 1837-1921)

”Þær stundir sem hugur okkar er fanginn af fegurð lífsins eru hinar einu sem við lifum til fulls.” (Ricard Jefferies 1848-1887).

”Að una glaður við sitt er öllum auði betra.” (Cicero 106-43 f. Kr.)

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Barnastarf og guðsþjónusta helgina 25 til 26 febrúar í Gautaborg

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju sunnudaginn 26. febr. kl. 14.00 

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: The Lords Prayer, Spiritualsöng frá Vestur-Indíum.

Orgelleik annast Maria Lindkvist Renman. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Spaka hornið:

”Óhagganlegt merki um visku er að sjá kraftaverkið í hinu fábreytta.” Ralph Waldo Emerson 1803-1882

Þrjár vinnureglur Einsteins: 

  1. Úr ringulreið finndu einfaldleika. 2. Úr ósamstæðu gerðu samræmi. 3. Í vandamálunum miðjum bíða tækifærin.  Albert Einstein 1879-1955

 ”Gerðu sjálfan þig nauðsynlega/n einhverjum.” Ralph Waldo Emerson 1803-1882

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.