Íslenskt barnastarf og guðsþjónusta í Gautaborg helgina 25 til 26 mars

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Verið velkomin!

Íslensk-sænsk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 26. mars kl. 11.00 (ath tímasetninguna). Guðsþjónustan er sameiginleg með V-Frölunda söfnuði. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: „Ég vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur, gamalt helgikvæði og „Vorið kemur“, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum með lagi eftir Valgeir Guðjónsson. 

Orgelleik annast Maria Lindkvist Renman. Prestar eru Ingrid Svenson og Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin!

Ljóðahornið: Passíusálmar Hallgríms Péturssonar, úr 1 sálmi

Upp, upp mín sál og allt mitt geð 

upp mitt hjarta og rómur með, 

hugur og tunga hjálpi til. 

Herrans pínu ég minnast vil.

Ljúfan Jesúm til lausnar mér 

langaði víst að deyja hér

Mig skyldi og lysta að minnast þess 

mínum Drottni til þakklætis.

Hvar fær þú glöggvar, sál mín, séð 

sanna Guðs ástar hjartageð, 

en faðir gæskunnar fékk til mín, 

framar en hér í Jesú pín.

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *