Sæl verið þið
Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 11. mars kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Spaka hornið:
”Töfrar hins fjarlæga og erfiða eru villandi. Stóra tækifærið er þar sem þú ert.” (John Burroughs 1837-1921)
”Þær stundir sem hugur okkar er fanginn af fegurð lífsins eru hinar einu sem við lifum til fulls.” (Ricard Jefferies 1848-1887).
”Að una glaður við sitt er öllum auði betra.” (Cicero 106-43 f. Kr.)
Bestu kveðjur, Ágúst
Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS). Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.
Heimasíða: www.kirkjan.se
Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega.
Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.
Styrktarframlög eru vel þegin inn á:
Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.
Margt lítið gerir eitt stórt.