Barnastarf og guðsþjónusta helgina 25 til 26 febrúar í Gautaborg

Sæl verið þið

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta í Västra Frölunda kirkju sunnudaginn 26. febr. kl. 14.00 

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Kórinn flytur: The Lords Prayer, Spiritualsöng frá Vestur-Indíum.

Orgelleik annast Maria Lindkvist Renman. Prestur er Ágúst Einarsson. 

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

Spaka hornið:

”Óhagganlegt merki um visku er að sjá kraftaverkið í hinu fábreytta.” Ralph Waldo Emerson 1803-1882

Þrjár vinnureglur Einsteins: 

  1. Úr ringulreið finndu einfaldleika. 2. Úr ósamstæðu gerðu samræmi. 3. Í vandamálunum miðjum bíða tækifærin.  Albert Einstein 1879-1955

 ”Gerðu sjálfan þig nauðsynlega/n einhverjum.” Ralph Waldo Emerson 1803-1882

Bestu kveðjur, Ágúst

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69. 

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

Heimasíða: www.kirkjan.se

Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega. 

Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.  

Styrktarframlög eru vel þegin inn á:

Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.

Margt lítið gerir eitt stórt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *