Gleðilegt sumar! Minni á að í dag er síðasti vetrardagur og rammíslenski Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur á morgun! 😉
Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 22. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölunda kirkjusunnudaginn 23. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur.
Kórinn flytur: Sumarkveðju / „Ó, blessuð vertu sumarsól“ eftir Inga T. Lárusson/Pál Ólafsson og „Hver á sér fegra föðurland“ eftir Emil Thoroddsen/Huldu,
Orgelleik annast Franz Lundberg Pålbrand. Prestur er Ágúst Einarsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!
Bestu kveðjur, Ágúst
Spaka hornið:
”Tími og ást, það eru stærstu gjafirnar.” Tony Hawks
”Blómgastu þar sem þér var plantað.“ Ella Grasso
”Að hafa ánægju af starfi sínu og finnast það skipta máli – getur nokkuð annað verið skemmtilegra?“ Katherine Graham
Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS). Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.
Heimasíða: www.kirkjan.se
Styrkir sem íslenska kirkjustarfið hefur notið hafa minnkað verulega.
Þess vegna leitum við til ykkar sem njótið aðstöðu og þjónustu.
Styrktarframlög eru vel þegin inn á:
Söfnunarreikningur íslenska kirkjustarfsins swishnúmer: 123 572 45 62.
Margt lítið gerir eitt stórt.